Bæjarráð Fjallabyggðar

604. fundur 14. maí 2019 kl. 16:30 - 18:05 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samráðsfundur

Málsnúmer 1904094Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti Svavar Pálsson sýslumaður á Norðurlandi eystra og fór yfir þróun sýslumannsembættisins.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu og þróun Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem getur leitt til fækkunar starfa og þjónustuskerðingar. Ef ekkert verður að gert þá stefnir í lakari þjónustu og búsetuskilyrða fyrir landsbyggðarfólk.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri komi með tillögu að bréfi til Ríkisstjórnar.

2.Skáknámskeið fyrir ungmenni

Málsnúmer 1904080Vakta málsnúmer

Á 602. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi erindi Birkis Karls Sigurðssonar, dags. 23.04.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um tveggja daga skáknámskeið, samtals 10 klst. fyrir ungmenni í Fjallabyggð.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður sé kr. 80.600 fyrir utan gistingu og hugsanlegan ferðakostnað. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði vegna skáknámskeiðs í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

Bæjarráð þakkar Birki erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðni um samstarf/styrk vegna skáknámskeiðs, en bendir á að opið er fyrir umsóknir vegna styrkja fyrir fjárhagsáætlun 2020 í haust.

3.Trúnaðarmál - Innheimta

Málsnúmer 1806061Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

4.Brunaæfing í Múlagöngum 24. febrúar 2019

Málsnúmer 1903056Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Magnúsar V. Jóhannssonar fh. Vegagerðarinna, dags. 30. 04.2019 við erindis bæjarráðs dags. 02.04.2019 vegna brunavarna í jarðgöngum og færslu á skíðalyftu í Skarðsdal.

Bæjarráð smþykkir að fela bæjarstjóra að koma með tillögu að svarbréfi til Vegagerðarinnar.

5.Afnot af íþróttahúsinu á Siglufirði vegna badmintonmóta

Málsnúmer 1905019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Maríu Jóhanndóttur fh. Badminton- og tennisfélags Siglufjarðar (TBS) dags. 09.05.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi afnota af íþróttahúsinu á Siglufriði vegna Norðurlandsmóts í unglinga- og fullorðinsflokkum sem haldið er á Siglufirði 10. - 11. maí nk. og Desembermóts unglinga sem haldið verður 07.- 08. desember 2019.

Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála þar sem fram kemur að kostnaður vegna styrks í formi afnota af íþróttahúsi vegna Norðurlandsmóts er samtals kr. 88.769,- og rúmast innan núgildandi fjárhagsáætlunar.

Áætlaður kostnaður vegna Desembermóts liggur ekki fyrir og óvíst hvort hann rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.

Bæjarráð samþykkir að veita TBS styrk í formi afnota af íþróttahúsinu á Siglufirði vegna Norðurlandsmóts. Styrkur að upphæð 88.769 færist á gjaldalykil 06810-9291 og tekjulykil: 06510-0258.

Bæjarráð samþykkir að taka erindi vegna Desembermóts á dagskrá þegar upplýsingar um kostnað liggja fyrir.

6.Tímavinna fyrir Fjallabyggð - Vélar og tæki

Málsnúmer 1502078Vakta málsnúmer

Tilboð opnast á mánudag.
Opnuð voru tilboð í tímavinnu vegna vélaleigu í Fjallabyggð þann 13. maí sl. kl.14.00.

Tilboð bárust frá eftirfarandi bjóðendum :
Bás ehf
Fjallatak ehf
Magnús Þorgeirsson
Smári ehf
Sturlaugur Kristjánsson
Sölvi Sölvason

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.05.2019.

Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að gengið verði frá samningum við bjóðendur og að lægstbjóðendur verði í fyrsta forgang þegar tæki er kallað til. Bæjarverkstjóri metur hvaða tæki eru kölluð til áður en verk hefjast.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur og þeir gangi fyrir í fyrsta forgangi.

7.Launayfirlit tímabils - 2019

Málsnúmer 1901048Vakta málsnúmer

Lagt fram launayfirlit fyrir tímabilið janúar til apríl 2019.

8.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2019

Málsnúmer 1905009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Kára Kaaber fh. Málræktarsjóðs, dags. 06.05.2019 en aðalfundur Málræktarsjós verður haldinn þriðjudaginn 7. júní kl. 15.30 á Hótel Sögu. Samkvæmt skipulagsskrá eiga samtök, fyrirtæki og stofnanir, sem lögðu sjóðnum til fé fyrir árslok 1992, rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið. Tilnefningar fyrir aðalfund þurfa að berast framkvæmdastjóra sjóðsins bréflega eða í tölvupósti, eigi síðar en 27. maí nk.

9.Erindi frá Golfklúbbi Siglufjarðar

Málsnúmer 1903006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóhanns Más Sigurbjörnssonar fh. Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS), dags. 08.05.2019 þar sem GKS mótmælir afgreiðslu bæjarráðs frá 30.04.2019 þar sem rekstarstyrk til félagsins var hafnað á þeim forsendum að GKS er ekki að reka íþróttasvæði í eigu Fjallabyggðar. En bent var á að forsenda rekstarstyrks til íþróttafélaga er að þau reki og sjái um umhirðu á íþróttasvæðum í eigu Fjallabyggðar samkvæmt samningi þar um.
Í erindi GKS kemur einnig fram að Fjallabyggð hafi lagt 16 mkr. í uppbyggingu á golfvelli í Hólsdal sem er á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Leyningsáss og Fjallabyggð hafi verið stofnaðili að og að rekstarsamningur við Golfklúbb Fjallabyggðar hafi verið hækkaður úr 1,5 mkr. árið 2019 í 2.9 mkr. Óskar GKS eftir svörum og upplýsingum við eftirfarandi:
1.
Af hverju var rekstarstyrkur til GFB hækkaður um 1.4 mkr.?
2.
Óskað er eftir fundargerðum þeirra nefnda og ráða sem ákváðu þessa hækkun
3.
Fjölgaði brautum vallarins eða jókst umfang rekstursins á milli ára?
4.
Í þágu hverra er Fjallabyggð að greiða fyrir þessa umhirðu og í hvað er styrkurinn ætlaður?
5.
Hverjar eru fjárveitingar til framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli í ár og næstu 4 ár?
6.
Samræmist það jafnræðisreglu að mismuna íþróttafélögum með þessum hætti?
7.
Geta íþróttafélög átt von á því að missa styrk frá sveitarfélaginu ef fjármögnun íþróttamannvirkja er með öðrum hætti en í gegnum sveitarsjóð?
8.
Tekjur af félagsgjöldum renna þær beint til Fjallabyggðar eða í GFB
Þá er ítrekað að beðið hafi verið um upplýsingar úr fundargerðum í fyrra erindi GKS, dags. 23.04.2019 auk þess sem ekki hafi borist svar við ósk, í sama erindi, um bætur fyrir framkvæmdir á Hólsvelli sem GKS hafði til afnota frá árinu 1970.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Fylgiskjöl:

10.Samningur við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1905014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 08.05.2019 þar sem lögð eru fram drög að samningi um land norðan Brimnesár að Hlíð undir uppgræðslu landgræðsluskógs í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar til úrvinnslu og umsagnar.

11.Kortalagning og gagnasöfnun vegna lóða fyrir gagnaver

Málsnúmer 1905015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigmundar Einars Ófeigssonar fh. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), dags. 08.05.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu um undirbúningsvinnu/markaðassetingu að hugsanlegum staðsetningum undir gagnaver í Eyjafirði.

Bæjarráð fagnar frumkvæði AFE að þessari vinnu og samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

12.Umsögn sambandsins um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024

Málsnúmer 1905016Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.05.2019 vegna tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020 - 2024

Bæjarráð samþykkir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og felur bæjarstjóra að senda bókun til ráðherra sveitarstjórna og fjármála.

13.Samgönguáætlun 2020 til 2024

Málsnúmer 1905018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar, dags. 06.05.2019 þar sem óskað er eftir umsóknum vegna hafnarframkvæmda og sjóvarna en samkvæmt lögum skal Vegagerðin vinna áætlun í samræmi við hafnarlög nr. 61/2013 og sjóvarnir nr. 28/1997 með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs skv. lögum um samgönguáætlun nr. 33/2008. Umsóknum skal skila fyrir 31. maí nk. Einnig er óskað eftir upplýsingum um vöruflutninga og heimaflota á árinu 2018 óháð því hvort sveitarfélag sendir inn umsókn.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

14.Opnun sýningarinnar " Ólafsfjarðarvatn"

Málsnúmer 1905022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorsteins Ásgeirssonar fh. Fjallasala ses., dags. 08.05.2019 þar sem bæjarstjórn Fjallabyggðar er boðið að vera viðstödd opnun sýningarinnar „Ólafsfjarðarvatn“ í Pálshúsi Strandgötu 4. Ólafsfirði, laugardaginn 18. maí nk. kl. 14. Enn fremur er óskað eftir því að fulltrúi bæjarstjóranar segi nokkur orð við athöfnina.

Bæjarráð þakkar boðið fyrir hönd bæjarstjórnar.

15.Ársþing UÍF

Málsnúmer 1905023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Brynju Hafsteinsdóttur fh. UÍF, dags 08.05.2019. Ársþing UÍF verður haldi 21. maí nk. að Hóli, Siglufirði og hefst kl. 18. Bæjarstjóra, bæjarstjórn, deildarstjóra frístundamála og formanni frístundanefndar er boðið að mæta.

Bæjarráð þakkar boðið fyrir hönd hlutaðeigandi aðila.

Fundi slitið - kl. 18:05.