Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

241. fundur 19. júní 2019 kl. 16:30 - 17:50 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Rósa Jónsdóttir varamaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Tjarnargata 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 1906025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Odds Víðissonar hjá DAP arkitektum fyrir hönd Olíuverslunar Íslands, dagsett 13. júní 2019. Óskað er eftir leyfi til breytinga á deiliskipulagi lóðarinnar Tjarnargötu 12, Siglufirði vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar og breyttu fyrirkomulagi á lóð við núverandi söluskála Olís.
Samþykkt
Nefndin heimilar DAP arkitektum að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Tjarnargötu 12 í samræmi við 2.mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Ósk um heimild til efnistöku

Málsnúmer 1906002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hauks Jónssonar f.h. Vegagerðarinnar, dagsett 27. maí 2019 þar sem óskað er eftir heimild til efnistöku á tveimur stöðum í Ólafsfirði vegna byggingar Skarðsvegar á Siglufirði. Annars vegar er um að ræða efnishaug úr Héðinsfjarðargöngum við Ólafsfjarðarós. Hins vegar Garðsnámu sem er að helmingi í eigu Fjallabyggðar. Heildarmagn efnis er 8500 m3.
Samþykkt
Erindi samþykkt en nefndin áréttar að umrædd efnistaka hefur ekki áhrif á hljóðmön sem er í kringum mótorkrossbrautina.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Syðri Á

Málsnúmer 1707008Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Árna Helgasonar, dagsett 27. maí 2019 þar sem sótt er um stækkun kjallara og að setja gönguhurð inn í geymslu skv. teikningum eftir Önnu Margréti Hauksdóttur arkitekt dags. 21. maí 2019.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

4.Aðalgata 32 Siglufirði - Umsókn um byggingarleyfi fyrir neyðarútgang

Málsnúmer 1906001Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

5.Fossvegur 27 Siglufirði - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1906003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Friðriks Hannessonar og Stefaníu S. Guðmundsdóttur dagsett 3. júní þar sem sótt er um leyfi til að byggja bíslag við inngang á Fossveg 27 skv. meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Skil á lóð - Gránugata 1A

Málsnúmer 1906019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hálfdáns Sveinssonar f.h. Herhúsfélagsins dagsett 12. júní 2019 þar sem óskað er eftir því að skila inn lóðinni Gránugötu 1A.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Strandgata 7 Ólafsfirði - breytt notkun

Málsnúmer 1906031Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðlaugs Magnúsar Ingasonar dagsett 13. júní 2019 þar sem óskað er eftir því að notkun fasteignar við Strandgötu 7 verði breytt úr félagsheimili í íbúðarhúsnæði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Samningur við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1905014Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn tæknideildar vegna erindis Skógræktarfélags Ólafsfjarðar um land undir uppgræðslu landgræðsluskóga.
Erindi svarað
Tæknideild falið að kortleggja það svæði þar sem fyrirhugað skógræktarsvæði samræmist aðal- og deiliskipulagi sveitarfélagsins.

9.Hreinsunarmál á opnum svæðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1906020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Konráðs K. Baldvinssonar, formanns nefndarinnar dagsett 12. júní 2019. Lagt er til að teknar verði myndir með dróna af svæðum í sveitarfélaginu í þeim tilgangi að átta sig betur á því hvað betur mætti fara til hreinsunar og fegrunar sveitarfélagsins. Einnig lagt til að sett verði upp skilti á áberandi stöðum við Leirutanga þar sem ítrekað er að ekki sé heimilt að losa þar sorp.
Vísað til nefndar
Erindi samþykkt. Nefndin óskar eftir fjárheimild bæjarráðs.

10.Aðgerðir til að hefta útbreiðslu lúpínu í Fjallabyggð

Málsnúmer 1906033Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun unnin af Helga Jóhannssyni nefndarmanns um aðgerðir til að hefta útbreiðslu lúpínu í Fjallabyggð.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að vísa tillögum til úrvinnslu hjá tæknideild og þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.

11.Suðurgata 53 Siglufirði - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1906037Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Sigrúnar Sigmundsdóttur dagsett 18. júní 2019 þar sem óskað er eftir leyfi til að stækka núverandi pall við vesturhlið Suðurgötu 53 skv. meðfylgjandi teikningum. Einnig lagt fram samþykki húseiganda á neðri hæð.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

12.Umsókn um leyfi fyrir skilti á Túngötu 11 Siglufirði

Málsnúmer 1906036Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Sigrúnar Björnsdóttur f.h. Videovals ehf. þar sem óskað er eftir leyfi fyrir skilti á austurhlið Túngötu 11 skv. meðfylgjandi ljósmynd. Einnig lagt fram samþykki húseiganda á efri hæð.
Erindi svarað
Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:50.