Bæjarráð Fjallabyggðar

731. fundur 24. febrúar 2022 kl. 08:00 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Dagskrártillaga.
Formaður hvað sér hljóðs og lagði til að 9. liður á dagskrá yrði felldur út og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála falið að fær gögn liðarins undir mál 2111051 og leggja fyrir skipulags- og umhverfisnefnd. Númer annarra liða á dagskrá breytast til samræmis.

Samþykkt samhljóða.

1.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 1908063Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breyttum reglum Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála ásamt bókun markaðs- og menningarnefndar frá 84. fundi nefndarinnar þar sem nefndin leggur til breytingar.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að breyttum reglum um úthlutun styrkja til menningarmála og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar eða synjunar.

2.Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2019-2021

Málsnúmer 2202042Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála um heimild til að sækja um lán til Ofanflóðasjóðs vegna snjóflóðavarna fyrir árin 2019-2021 að fjárhæð kr. 37.600.000.-.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða lánsumsókn og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að senda lánsumsóknina til Ofanflóðasjóðs.

3.Styrkumsóknir 2022 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka.

Málsnúmer 2110075Vakta málsnúmer

Á 718. fundi bæjarráðs þann 11.11.2021 var farið yfir umsóknir um styrki til félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts 2022. Bæjarráð samþykkti að taka málið upp þegar búið væri að leggja á fasteignagjöldin með formlegum hætti í janúar 2022. Að nýju eru lagðar fram umsóknir félagasamtaka um styrki vegna fasteignaskatts á árinu 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum styrki vegna fasteignaskatts á árinu 2022 samtals kr. 3.779.281.- sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.

4.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 10. febrúar 2022 er varðar beiðni um viðauka að fjárhæð kr. 4.511.015.- við launaáætlun 2022 vegna breytinga á tryggingargjaldi ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2022. Lagt er til í viðaukanum að umræddum fjárútlátum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 1/2022 við fjárhagsáætlun 2022 sbr. meðfylgjandi fylgiskjal að fjárhæð kr. 4.511.015.- og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2202047Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags, 18. febrúar 2022 er varðar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna nýs starfsmats fyrir slökkviliðsstjóra, varaslökkviliðsstjóra og endurmat fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2022.

Deildarstjóri óskar eftir viðauka við deild 07210, lykil 1110 kr. 2.336.275.- og lykil 1890 kr. 470.312.- og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 2/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 2.806.587.- og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Styrkbeiðni vegna stöðuleyfis gáms 2022

Málsnúmer 2202041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ingibjargar E. Halldórsdóttur f.h. Rauða krossins við Eyjafjörð dags. 14. febrúar 2022 er varðar ósk um styrk sem nemur kostnaði við stöðuleyfi vegna 20 feta gáms sem nýttur er til að hýsa fatnað sem safnast í fatagáma Rauðakrossins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita Rauða krossinum styrk að fjárhæð kr. 29.500 til að standa straum af kostnaði vegna ofangreinds stöðuleyfis sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.

7.Samningar um samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 1801083Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 1. og 2. fundar vinnuhóps Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar vegna rekstrarforms málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum.

Í 2. fundargerð hópsins er, með rökstuddum hætti, lagt til að unnið verði út frá þeirri sýn að gerður verði samningur (3. leiðin) á milli sveitarfélaganna um faglegt samstarf í málefnum fatlaðra en að stjórnsýsla og fjármál málaflokksins verði hjá hvoru sveitarfélagi um sig.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð samþykkir að vinnuhópurinn vinni að gerð draga að samningi milli sveitarfélaganna og öðrum verkefnum vegna málsins í samræmi við niðurstöðu sem fram kemur í 2. fundargerð hópsins og leggi fyrir bæjarráð.

8.Erindi frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi

Málsnúmer 2202037Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs kl.8:15 í gegnum TEAMS fulltrúar Hins Norðlenzka Styrjufjelags, Eyþór Eyþórsson, Kristmann Pálmason, Þorsteinn Ásgeirsson og Þorbjörn Sigurðsson og fóru yfir efni erindis sem félagið sendi sveitarfélaginu og lagt var fram á 730. fundi bæjarráðs, einnig var farið almennt yfir framtíðaráform félagsins um styrjueldi í Ólafsfirði.

Fulltrúar Hins Norðlenzka Styrjufjelags viku af fundi kl.8:47.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Um leið og bæjarráð þakkar fulltrúum Hins Norðlenzka Styrjufjelags fyrir fróðlega yfirferð þá felur ráðið bæjarstjóra að taka saman upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Eftirfarandi fundargerðir nefnda og ráða lagðar fram til kynningar:

28., 29. og 30 fundur Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettar 25. október 2021, 29. nóvember 2021 og 11. febrúar 2022.
126. fundur hafnarstjórnar Fjallabyggðar, dags. 14. febrúar 2022.
21. fundur stýrihóps heilsueflandi samfélags, dags. 10. febrúar 2022.
84. fundur markaðs- og menningarnefndar dags. 15. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:00.