Bæjarstjórn Fjallabyggðar

215. fundur 25. maí 2022 kl. 17:00 - 18:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir bæjarfulltrúi, I lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fráfarandi bæjarstjórn þakkar Elíasi Péturssyni bæjarstjóra og öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir samstarfið á liðnu kjörtímabili sem og öllum þeim sem hafa tekið þátt og lagt sitt af mörkum í nefndarstörfum fyrir sveitarfélagið.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 742. fundur - 12. maí 2022.

Málsnúmer 2205003FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 4 og 5.

Aðrir liðir þarnfast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 1.2 2205026 Samningar um rekstur tjaldsvæða í Fjallabyggð 2022-2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 742. fundur - 12. maí 2022. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.4 2205041 Slökkvilið Fjallabyggðar - bifreiðakaup
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 742. fundur - 12. maí 2022. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu deildarstjóra tæknideildar og felur deildarstjóra fjármála að vinna viðauka í samræmi við framlögð gögn og leggja fyrir bæjarstjórn. Bókun fundar Undir þessum lið víkur Tómas Atli Einarsson af fundi.

    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.5 2204056 Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 742. fundur - 12. maí 2022. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Bás ehf. í verkin Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar 1 og 2 og felur bæjarstjóra að undirrita verksamninga vegna verkana fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Undir þessum lið véku Tómas Atli Einarsson og Guðrún Linda Rafnsdóttir af fundi.

    Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 743. fundur - 19. maí 2022.

Málsnúmer 2205006FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 3 liðum.

Liður 1 er sér mál á dagskrá fundarins.

Til afgreiðslu eru liðir 2 og 3.

Enginn tók til máls.
  • 2.2 2205052 Framlenging á samningi um skóla- og frístundaakstur 2019-2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 743. fundur - 19. maí 2022. Bæjarráð samþykkir að nýta heimildarákvæði verksamnings um framlengingu og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ljúka málinu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.3 2205021 Norðurlands Jakinn - aflraunamót
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 743. fundur - 19. maí 2022. Bæjarráð þakkar erindið en samþykkir að sitja hjá að þessu sinni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 40. fundur - 26. apríl 2022.

Málsnúmer 2205007FVakta málsnúmer

Fundargerð Undirkjörstjórnar á Siglufirði er í 1 lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

4.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 41. fundur - 5. maí 2022.

Málsnúmer 2205008FVakta málsnúmer

Fundargerð Undirkjörstjórnar á Siglufirði er í 1 lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

5.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 42. fundur - 13. maí 2022.

Málsnúmer 2205009FVakta málsnúmer

Fundargerð Undirkjörstjórnar á Siglufirði er í 1 lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

6.Samningar um samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 1801083Vakta málsnúmer

Á 743. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 19. maí voru lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar að samstarfssamningi um samráð og samstarf um félagslega þjónustu. Markmið samningsins er að efla félagsþjónustu sveitarfélaganna með samráði og samstarfi sín á milli. Bæjarráð samþykkti drögin fyrir sitt leyti og vísaði þeim til bæjarstjórnar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlögð drög og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar með fyrirvara um afgreiðslu sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2205068Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Bókun frá Nönnu Árnadóttur I-lista.
Ég vil þakka mjög gott samstarf við alla kjörna fulltrúa og samfylgdina síðasta kjörtímabil. Þá óska ég nýkjörnum fulltrúum velfarnaðar í störfum sínum í næstu bæjarstjórn Fjallabyggðar.
Einnig vil ég þakka Elíasi Péturssyni fyrir hans góða starf fyrir okkur en hann var ráðinn á miðju kjörtímabili á erfiðum tíma. Starfsfólk skrifstofu Fjallabyggðar þakka ég einnig fyrir sína góðu vinnu og öllu nefndarfólki.
Nanna Árnadóttir kjörinn fulltrúi I - listans Betri Fjallabyggð.


Bókun frá Helga Jóhannssyni H-lista.
Þar sem þetta er síðasti bæjarstjórnarfundurinn á kjörtímabilinu þá langar mig að þakka þeim bæjarfulltrúum sem nú hverfa úr bæjarstjórn kærlega fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.
Helgi Jóhannsson


Bókun frá Jóni Valgeiri Baldurssyni H-lista.
Ég vil þakka mjög gott samstarf við kjörna fulltrúa og nefndarfólk undanfarin ár, einnig vil ég þakka starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir ánægjulegt samstarf.
Undanfarin ár í bæjarpólitíkinni hafa verið ánægjuleg og mjög lærdómsrík og mikilvæg innlegg í reynslubankann. Einnig vil ég óska komandi bæjarfulltrúum velfarnaðar í störfum sínum.
Jón Valgeir Baldursson
H-Lista

Fundi slitið - kl. 18:00.