Bæjarráð Fjallabyggðar

724. fundur 16. desember 2021 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson bæjarstjóri

1.Samningar um samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 1801083Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað lögmanns Fjallabyggðar dags. 26. nóvember 2021 er varðar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 24. ágúst sl. um samninga á milli sveitarfélaga.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að láta taka saman minnisblað um kosti og galla þeirra leiða sem tíundaðar eru í framlögðu minnisblaði og leggja fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs.

2.Tækifæri til uppbyggingar í þéttbýli Fjallabyggðar

Málsnúmer 2112030Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra dags. 10.12 2021 ásamt verkefnislýsingu í fylgiskjali. Í minnisblaðinu er lagt til að bæjarstjóra verði veitt heimild til að semja við Alta ehf. um aðkomu að greiningu valkosta til þéttingar byggðar í byggðakjörnum Fjallabyggðar. Afurð verkefnis verði umrædd greining ásamt stefnumótun í þéttingu byggðar og aðgengilegar upplýsingar um möguleika til byggingar innan núverandi byggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að semja við Alta ehf. á grunni framlagðs minnisblaðs og verkefnislýsingar.

3.Fundadagatöl 2022

Málsnúmer 2112031Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að fundarplani bæjarstjórnar, bæjarráðs, nefnda og ráða vegna ársins 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að ljúka gerð þeirra og leggja fyrir næsta reglulega fund ráðsins.

4.Flugvöllur Siglufirði

Málsnúmer 2112032Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra dags. 11. desember 2021. Í minnisblaðinu er lagt til að bæjarstjóra verði heimilað að auglýsa fyrir hönd sveitarfélagsins eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um nýtingu fasteigna á flugvallarsvæðinu á Siglufirði með það að leiðarljósi að þar geti orðið til öflug atvinnustarfsemi til framtíðar.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu eins og henni er lýst í minnisblaði bæjarstjóra og heimilar honum að auglýsa fyrir hönd sveitarfélagsins eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um nýtingu fasteigna á flugvallarsvæðinu á Siglufirði. Tillögur og/eða hugmyndir sem kunna berast verða lagðar fyrir bæjarráð sem tekur ákvörðun um frekari meðferð þeirra og afgreiðslu.

5.Afskriftir viðskiptakrafna - 2021

Málsnúmer 2112018Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála dags. 14. desember 2021 er varðar beiðni um samþykki bæjarráðs fyrir afskriftum viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 2.008.777. Beiðnin er lögð fram þar sem það er mat þeirra er undirrita minnisblaðið, byggt á yfirferð um hvert einstakt mál, að það þjóni ekki hagsmunum sveitarfélagsins að leggja í frekari kostnað og vinnu við að innheimta umræddar kröfur.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um afskrift viðskiptakrafna og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Umboð til gerðar samnings við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2112014Vakta málsnúmer

Fram er lagt að nýju erindi Sigurjóns Norberg Kjærnested f.h. Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) dags. 29. nóvember 2021. Í erindinu er óskað eftir umboði til gerðar samnings við ríkið f.h. sveitarfélagsins um þjónustu sem hjúkrunarheimilið Hornbrekka veitir í hjúkrunar- og dvalarrýmum stofnunarinnar. Einnig eru lögð fram drög að umboði til fyrrnefndra aðila.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að umboði og felur bæjarstjóra að undirritað það f.h. sveitarfélagsins.

7.Styrkur vegna Rauðu fjaðrarinnar

Málsnúmer 2112033Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Þorkels Cýrussonar fjölumdæmisstjóra Lions og Sigþórs U. Hallfreðssonar formanns Blindrafélagsins f.h. fyrrgreindra félaga dags. 14. desember 2021. Efni erindis er að óska eftir styrk vegna átaksins Rauða fjöðrin, verkefnis sem snýr að því að styrkja Blindrafélagið í viðleitni þess í að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum. Fram kemur í erindinu að horft sé til fjárhæðar á bilinu 50.000 til 250.000 kr. framlags frá sveitarfélögum og fyrirtækjum sem fá erindið sent.
Synjað
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verði við ósk um styrk til verkefnisins.

8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 08:45.