Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

32. fundur 10. maí 2017 kl. 17:00 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, S lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Linda Lea Bogadóttir Markaðs- og menningarfulltrúi

Guðlaugur Magnús Ingason, áheyrnarfulltrúi F lista mætti ekki og boðaði ekki forföll.

1.Staða og framtíðarhugmyndir bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1101013Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bókasafns Fjallabyggðar. Hrönn lagði fram ársskýrslu bóka- og héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2017.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að bókasafnið í Fjallabyggð fái heimild til kaupa á búnaði til varðveislu gagna. Óskað er eftir upplýsinugm um búnaðinn og verðhugmynd frá forstöðumanni bókasafnsins.

Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram til kynningar drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.

2.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Gjaldskrá tjaldsvæðis og bókasafns 2017 lögð fram til kynningar.

3.Starfsáætlun menningarmála 2017

Málsnúmer 1701085Vakta málsnúmer

Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi,lagði fram, til kynningar og umræðu starfsáætlun menningarmála vegna 2017.

4.Aðstöðuhús við Brimnes

Málsnúmer 1705018Vakta málsnúmer

Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram bréf dags. 04.05.17 frá Helga Jóhannssyni um aðstöðuhús fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði.

Markaðs- og menningarnefnd telur málið áhugavert og brýnt að skapa aðstöðu fyrir þessa íþróttaiðkun og vísar því málinu áfram til umhverfis-og tæknideildar og til bæjarráðs.

5.17. júní 2017

Málsnúmer 1704054Vakta málsnúmer

Samningur um verkefnastjórn 17. júní hátíðarhaldanna 2017 við Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði, MOFSÓ lagður fram til afgreiðslu. Samningi vísað til samþykktar bæjarráðs Fjallabyggðar.

6.Koma skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar 2017

Málsnúmer 1608002Vakta málsnúmer

Linda Lea Bogadóttir markaðs og menningarfulltrúi sagði frá heimsókn FAM hóps til Siglufjarðar föstudaginn 5. maí s.l.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að unnið verði markvisst að undirbúningi vegna komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar sumarið 2017.

Fundi slitið - kl. 18:30.