Gjaldskrár 2016

Málsnúmer 1509094

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21.10.2015

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir hafnarsjóð 2016.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 29.10.2015

Lögð fram drög að gjaldskrá hafnarsjóðs 2016.

Hafnarstjórn samþykkir að vísa drögum að gjaldskrá hafnarsjóðs 2016 til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 415. fundur - 30.10.2015

Tekin til umfjöllunar gjaldskrá og álagning 2016.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%.
Fasteignaskattur verði óbreyttur, (A. 0,49% B. 1,32% C. 1,65%).
Lóðarleiga verði óbreytt ( A. 1,90% C. 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 36.250.
Holræsa-/fráveitugjöld verði óbreytt 0,360%.
Vatnsskattur fasteignagjalda verði óbreytt 0,350%.
Leigu- og þjónustutekjur íbúðasjóðs hækka sérstaklega um 23,69 kr. (1. jan. 950 m2) og tekjuálag í 25% úr 15%.
Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka um 4,5% og tónskólagjaldskrá í byrjun skólaárs að hausti um 10%.

Gjaldskrám vísað til umfjöllunar í nefndum.
Niðurstaða nefnda þarf að liggja fyrir bæjarráðsfund n.k. föstudag.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 03.11.2015

Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu fyrir árið 2016. Í tillögunni er lögð áhersla á að innheimta vegna fæðiskostnaðar verði í samræmi við útgjöld vegna innkaupa á matvælum. Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að gjaldskránni til bæjarráðs.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 03.11.2015

Á fundinn mættu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Grunnskóli Fjallabyggðar:
Lagt er til að gjaldskrá grunnskólans hækki almennt um 4,5% frá og með 1. janúar 2016 að undanskilinni leigu á íþróttasal, þar sem lagt er til að gjaldið verði lækkað úr kr. 7000 í kr. 4500.
Leikskóli Fjallabyggðar:
Lagt er til að leikskólagjald hækki um 5% og fæðisgjald um 10% frá og með 1. janúar 2016.
Tónskóli Fjallabyggðar:
Skólagjöld Tónskólans eru umtalsvert lægri en gengur og gerist hjá sambærilegum skólum.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar verði hækkuð til samræmis við skólagjöld Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.
Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar:
Lagt er til að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar hækki um 4,5% frá og með 1. janúar 2016.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarráðs.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 193. fundur - 04.11.2015

Lagðar fram gjaldskrár fyrir árið 2016:

Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
Gjaldskrá byggingarfulltrúa
Gjaldskrá vatnsveitu
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá kattahalds
Gjaldskrá hundahalds
Gjaldskrá frístundalóða
Gjaldskrá sorphirðu

Á fundi bæjarráðs 30.október sl. var samþykkt hækkun sorphirðugjalda í kr. 36.250, nefndin gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Nefndin samþykkir að ofantaldar gjaldskrár fyrir árið 2016 hækki samkvæmt vísitölu í samræmi við ákvæði hverrar gjaldskrár fyrir sig.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 05.11.2015

Vísað til nefndar
Lagðar fram tillögur að gjaldskrám 2016 fyrir bókasafn, tjaldsvæði og Menningarhúsið Tjarnarborg. Nefndin samþykkir að vísa framkomnum tillögum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 06.11.2015

Teknar til afgreiðslu tillögur nefnda á gjaldskrám 2016.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrárbreytingar taki gildi 1. janúar 2016.

Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá félagþjónustu.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá leikskólans.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá grunnskólans.
Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslu- og frístundanefndar að gjaldskrá tónskólans taki mið af tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, þar sem samstarf er um tónskólarekstur milli byggðalaganna. Gjald fyrir börn hækki einungis um 15%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá Tjarnarborgar.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá bókasafns með fimm frávikum.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá íþróttamiðstöðva með þremur frávikum.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá tjaldsvæða meið einu fráviki.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá hafnarsjóðs.
Bæjarráð samþykkir tillögur að gjaldskrám sem voru til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Þær voru:
Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
Gjaldskrá byggingarfulltrúa
Gjaldskrá vatnsveitu
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá kattahalds
Gjaldskrá hundahalds
Gjaldskrá frístundalóða og
Gjaldskrá sorphirðu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22.12.2015

Lögð fram gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2016.
Breyting frá 2015 er 4,5%, eins og lagt var upp með í forsendum fjárhagsáætlunar 2016.

Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27.01.2016

Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu í Fjallabyggð. Breyting er gerð á notkunargjaldi skv. 6.grein gjaldskrárinnar, það hækkar um 4,5% í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir 2016. Önnur gjöld í gjaldskránni miðast við byggingarvísitölu.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11.08.2016

Lögð fram tillaga deildarstjóra félagsmáladeildar um nýjan gjaldskrárlið Dagþjónustu í Skálarhlíð. Þátttakendur sem skráðir eru í fulla þjónustu alla daga, greiði kr. 1.300 fyrir fæðiskostnað, frá og með 1. september næstkomandi.
Tillagan samþykkt samhljóða.