Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

100. fundur 11. ágúst 2016 kl. 16:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varaformaður, F lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, F lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varamaður, D lista
  • Sæunn Gunnur Pálmadóttir aðalmaður, D lista
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Rekstraryfirlit júní 2016

Málsnúmer 1608013Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit félagsmáladeildar fyrir tímabilið janúar til júní 2016. Rauntölur; 47.835.044 kr. Áætlun; 51.843.864 kr. Rekstrarniðurstaða félagsþjónustu er 4 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.

2.Gjaldskrár 2016

Málsnúmer 1509094Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga deildarstjóra félagsmáladeildar um nýjan gjaldskrárlið Dagþjónustu í Skálarhlíð. Þátttakendur sem skráðir eru í fulla þjónustu alla daga, greiði kr. 1.300 fyrir fæðiskostnað, frá og með 1. september næstkomandi.
Tillagan samþykkt samhljóða.

3.Ársreikningar Sambýlis við Lindargötu 2015

Málsnúmer 1607033Vakta málsnúmer

Ársreikningur Sambýlisins við Lindargötu fyrir árið 2015, lagður fram til kynningar.

4.Frumvarpsdrög varðandi málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 1607030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar frumvarpsdrög félags- og húsnæðismálaráðherra um lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga.

5.Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 1606045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar könnun Varasjóðs húsnæðismála á stöðu leiguíbúða íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2015.

6.Landsfundur jafnréttisnefnda 2016

Málsnúmer 1607029Vakta málsnúmer

Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn á Akureyri 16. september næstkomandi. Í tengslum við fundinn boðar Jafnréttisstofa til ráðstefnu í tilefni fjörutíu ára afmælis jafnréttislaga. Ráðstefnan, sem er öllum opin, fer fram fimmtudaginn 15. september.

7.Leiðbeiningar vegna orlofsmála fatlaðs fólks

Málsnúmer 1607034Vakta málsnúmer

Erindi frá Velferðarráðuneytinu varðandi leiðbeiningar vegna orlofsmála fatlaðs fólks. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.