Bæjarráð Fjallabyggðar

517. fundur 05. september 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Rekstraryfirlit - 2017

Málsnúmer 1708077Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar til júní 2017.
Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar er í góðu jafnvægi.

2.Varðar Álfhól - hringsjá

Málsnúmer 1708037Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur, dags. 16.8.2017, þar sem óskað er eftir því að aðgengi að hringsjánni á Álfhól, Siglufirði, verði bætt.

Í umsögn deildarstjóra er lagt til að gert verði bílastæði fyrir 6-8 bíla, sett verði lítil brú yfir sef, sem komast þarf yfir, lagður stígur yfir mýri og upp á hólin sem hringsjáin stendur á. Settir verði bekkir og svæðinu í kringum hringsjána verði viðhaldið með slætti af sumarstarfsmönnum Fjallabyggðar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina gæti numið 6-7 milljónum króna.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

3.Afnot af fjalllendi í eigu sveitafélagsins til skíðaiðkunar

Málsnúmer 1708053Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Viking Heliskiing þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið hæfi viðræður við Viking Heliskiing um samning til ótilgreinds árafjölda um einkaafnot af fjalllendi sveitarfélagsins til skíðaiðkunar. Ef það yrði ekki samþykkt, óskaði fyrirtækið eftir því að bæjarstjórn Fjallabyggðar veitti samþykki sitt fyrir því að fyrirtækið fái með formlegum hætti almennan rétt til nýtingar á fjalllendi sveitarfélagsins til að stunda þyrluskíðamennsku.

Bæjarráð telur ekki rétt að gerður verði samningur um einkaafnot af fjalllendi sveitarfélagsins við eitt fyrirtæki umfram annað. Lítur bæjarráð svo á að Viking Heliskiing hafi jafnan rétt á við aðra til nýtingar á fjalllendi sveitarfélagsins.

4.Leiguhúsnæði fyrir NEON félagsmiðstöð

Málsnúmer 1506047Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um leigu húsnæðis að Lækjargötu 8, Siglufirði, vegna starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

5.Verðkönnun reiðstíga

Málsnúmer 1709009Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Ríkharður Hólm Sigurðsson af fundi.

Tilboð í reiðstígagerð í Hólsdal voru opnuð mánudaginn 4 september.
Eitt tilboð barst frá Bás ehf. sem hljóðar upp á 6.096.400,- Kostnaðaráætlun er 8.400.000,-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.

6.Viðgerð á fráveituröri Primex

Málsnúmer 1610086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Primex ehf., dags. 24. ágúst 2007, þar sem gerðar eru tillögur um sameiginlegar úrbætur Fjallabyggðar og Primex vegna útrása beggja aðila út í sjó.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar um málið.

7.Kynningarmyndband um Norðurland

Málsnúmer 1708076Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, þar sem greint er frá því að nýtt kynningarmyndband hafi verið gert fyrir Norðurland.

Bæjarráð fagnar framtakinu.

8.Málstofa um ábyrga ferðaþjónustu

Málsnúmer 1708078Vakta málsnúmer

Málstofa um ábyrga ferðaþjónustu verður haldin í Hamraborg í Hofi þann 8. september næstkomandi, í tengslum við verkefnið "Ábyrg ferðaþjónusta? á vegum FESTU og Íslenska ferðaklasans. Málstofan er fyrir alla þá sem hafa eitthvað með þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu að gera, hvort sem það eru fyrirtæki, íbúar, menntastofnanir eða opinberir aðilar. Málstofan er haldin í samstarfi við Markaðsstofuna og er viðburðurinn hluti af Fundi fólksins.

Lagt fram til kynningar.

9.Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi

Málsnúmer 1708064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem greint er frá útgáfu ritsins Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi en það er hluti af verkefninu Natura Island, sem snýst einkum um að skilgreina, kortleggja útbreiðslu og meta verndargildi vistgerða, plantna og dýra og tilgreina net verndarsvæða á grunni þeirrar vinnu.

10.Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 18. september 2017

Málsnúmer 1708075Vakta málsnúmer

Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar verður haldinn 18. september n.k. á Icelandair hotel á Akureyri kl. 11-14:30. Fundurinn er samráðsvettvangur sveitarfélaganna í Eyjafirði.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjallabyggðar verði Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri.

11.Greiðslutilhögun vegna gatnagerðagjalds

Málsnúmer 1708074Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Péturs Ingibergs Jónssonar, lóðarhafa að Mararbyggð 47, Ólafsfirði, um áfangaskiptingu gatnagerðargjalds.

Einnig lögð fram umsögn tæknifulltrúa Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir umsögn tæknifulltrúa og vísar málinu til deildarstjóra tæknideildar til úrvinnslu.

12.Umsókn um námsleyfi

Málsnúmer 1708009Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Kristínu Maríu Hlökk Karlsdóttur, aðstoðarskólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar, um námsleyfi veturinn 2018-2019. Einnig lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og greinargerð frá Olgu Gísladóttur leikskólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir umsóknina og vísar kostnaði vegna afleysinga til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útfæra afleysingu fyrir aðstoðarleikskólastjóra í samráði við leikskólastjóra.

13.Fundur fólksins á Akureyri, skipulag, umhverfi og samráð

Málsnúmer 1708062Vakta málsnúmer

Föstudaginn 8. september n.k. kl. 10:00 - 11:30 verður efnt til málstofu um umhverfismál, samráðsferla og skipulag þéttbýlis í tengslum við Fund Fólksins á Akureyri. Fundurinn er haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Skipuleggjandi fundarins er Vistbyggðarráð, samstarfsvettvangur um vistvæna byggð.

Lagt fram til kynningar.

14.40 ára afmælisráðstefna SÁÁ

Málsnúmer 1708063Vakta málsnúmer

Í tilefni af fertugsafmæli SÁÁ standa samtökin fyrir ráðstefnu um fíkn sem haldin verður á Hilton Reykjavik Nordica dagana 2.-4. október næstkomandi. Ráðstefnan er öllum opin.

Lagt fram til kynningar.

15.Samgönguþing - 2017

Málsnúmer 1709002Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samgönguráð boða til samgönguþings fimmtudaginn 28. september n.k. kl. 11-16 á Hótel Örk í Hveragerði. Þar verða kynntar áherslur í samgönguáætlun næstu ára og fjallað um ýmis mál í málstofum.

Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir stjórnar Eyþings 2017

Málsnúmer 1701008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 298. fundi stjórnar Eyþings.

17.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 34

Málsnúmer 1708007FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 30. ágúst 2017 Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar mætti á fundinn og fór yfir punkta vegna veitingarsölu Tjarnarborgar og gerði grein fyrir viðburðum í húsinu það sem af er árinu 2017. Málinu vísað til næsta fundar nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 517. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 30. ágúst 2017 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir hátíðir sem haldnar hafa verið í Fjallabyggð í sumar. Ákveðið að taka umræðuna upp aftur á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 517. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 30. ágúst 2017 Á 33.fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 28.júní s.l. var stefnt að því að halda stöðufund með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð í fyrstu viku septembermánaðar. Stefnt að því að þessi fundur verði haldinn miðvikudaginn 20. september. Lindu Leu Bogadóttur markaðs- og menningarfulltrúa falið að undirbúa og boða fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 517. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 30. ágúst 2017 Umræða um nýafstaðið málþing um sjókvíeldi á laxi sem haldið var í Tjarnarborg 30.júní s.l. Umræða varð um möguleg næstu skref. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 517. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 30. ágúst 2017 Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur sagt upp störfum. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála fór yfir stöðuna. Umsóknarfrestur er til og með 4. september. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 517. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:00.