Bæjarráð Fjallabyggðar

453. fundur 05. júlí 2016 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Óviðunandi ástand bakka við Suðurgötu 20 Siglufirði

Málsnúmer 1507032Vakta málsnúmer

Á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2016, var tekin fyrir beiðni eiganda að Lindargötu 17 Siglufirði um lagfæringu á bakkanum á lóðarmörkum Lindargötu og Suðurgötu með steyptum vegg.
Bæjarráð óskaði þá eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Umsögn deildarstjóra tæknideildar Ármanns V. Sigurðssonar lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

2.Leiguhúsnæði fyrir NEON félagsmiðstöð

Málsnúmer 1506047Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður leigusamningur fyrir félagsmiðstöðina Neon að Lækjargötu 8 Siglufirði með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Leigutími er frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning.

3.Ræsting í Leikskólum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1606055Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála varðandi fyrirkomulag ræstingar í leikskólum Fjallabyggðar.
Fyrirkomulagið hefur verið með sitt hvorum hættinum, í byggðakjörnunum, á Leikhólum sér starfsmaður á vegum bæjarfélagsins um ræstingu, en verktaki á Leikskálum.

Bæjarráð samþykkir að ræsting í leikskólunum verði boðin út og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að hafa umsjón með því.
Útboðsgögn verði lögð fyrir bæjarráð.

4.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1606054Vakta málsnúmer

Þar sem fræðslu- og frístundanefnd mun ekki koma saman í sumar, þá var lögð fyrir bæjarráð umsókn um námsvist utan Fjallabyggðar.
Viðtökubæjarfélag er Kópavogur/Kópavogsskóli.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina.

5.Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli

Málsnúmer 1410044Vakta málsnúmer

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, var lögð fram skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.
Bæjarráð samþykkti þá að fela bæjarstjóra að ræða við bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar um athugasemdir sem fram komu á fundinum í tengslum við úttektina.

Bæjarstjóri kynnti bæjarráði stöðu málsins.
Fljótlega verður lögð fyrir bæjarráð tillaga að samstarfssamningi.

6.Rekstraryfirlit maí 2016

Málsnúmer 1606067Vakta málsnúmer

Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til maí 2016, er 3,0 milljónum lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 41,0 millj. í tekjur umfram gjöld, í stað 44,0 millj. Tekjur eru 20,7 millj. lægri en áætlun, gjöld 4,7 millj. lægri og fjármagnsliðir 13,0 millj. lægri.

7.Staðgreiðsla tímabils 2016

Málsnúmer 1603055Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2016.
Innborganir nema kr. 493,3 milljónum sem er 98,4% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 501,3 milljónum.

8.Starfsmannamál

Málsnúmer 1607003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, Ólafs Þórs Ólafssonar, um breytingar sem orðið hafa á starfsmanna- og verkefnahaldi á vegum stjórnsýslu- og fjármáladeildar.

9.Vinnuskóli - aukinn vinnutími

Málsnúmer 1607004Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni um aukið fjármagn á fjárhagsáætlun til að vinnuskóli bæjarfélagsins nái að ljúka fyrirliggjandi umhverfisverkefnum sumarsins.

Bæjarráð samþykkir aukafjárheimild að upphæð 944 þúsund, sem þarf til að bæta viku við vinnutíma fyrir hvorn árgang 8. og 9. bekkjar.

10.Spennistöð við Hverfisgötu á Siglufirði

Málsnúmer 1606058Vakta málsnúmer

Steinunn M. Sveinsdóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

Lagt fram erindi frá Sigríði Þóru Eggertsdóttur, dagsett 26. júní 2016 og Jónu Sigríði Guðmundsdóttur, dagsett 24. júní 2016, þar sem mótmælt er staðsetningu spennistöðvar við Hverfisgötu á Siglufirði.

Bæjarráð óskar umsagnar frá deildarstjóra tæknideildar Ármanni V. Sigurðssyni.

11.Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Málsnúmer 1606065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing Orkusjóðs um fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.
Umsóknarfrestur er til 1. október 2016.

12.Brú til nýrra tíma - Brú lífeyrissjóður

Málsnúmer 1606056Vakta málsnúmer

Lögð fram fréttatilkynning um að Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hafi fengið nýtt nafn og nýja ásýnd. Sjóðurinn heitir nú Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og fylgir nýju nafni bæði nýtt útlit fyrir sjóðinn og heimasíða.

13.Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

Málsnúmer 1606057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Innanríkisráðuneytisins, dagsett 24. júní 2016, þar sem vakin er athygli á tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar, og sveitarfélög hvött til að kynna sér verkefnið.

14.Úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 1606061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Innanríkisráðuneytisins til Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. mars 2016 um fyrirhugaða úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.
Fyrsta úttektin var gerð 2011.

15.Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum

Málsnúmer 1606060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. júní 2016, um viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.

16.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2016

Málsnúmer 1601008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 841. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 24. júní 2016.

Fundi slitið.