Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði í Siglufirði

Málsnúmer 1009145

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 185. fundur - 28.09.2010

Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands hefur unnið snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðin í Skarðsdal og Hólsdal og óskar eftir því að fá að
kynna hættumatið fyrir bæjarstjórn Fjallabyggðar áður en það fer í almenna kynningu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi í október.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 188. fundur - 26.10.2010

Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands hefur unnið snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðin í Skarðsdal og Hólsdal. 
Tímasetning kynningarfundar hættumatsins með bæjarstjórn Fjallabyggðar, áður en það fer í almenna kynningu er 4. nóvember.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 190. fundur - 09.11.2010

Fulltrúar snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands, Harpa Grímsdóttir og Jón Kristinn Helgason, komu á fund bæjarráðs og kynntu snjóflóðahættumat sem unnið hefur verið fyrir skíðasvæðin í Skarðsdal og Hólsdal.

Endanleg skýrsla mun berast sveitarfélaginu í næstu viku og í framhaldinu verður hættumatið sett í almenna kynningu.
Þennan dagskrárlið sátu einnig íþrótta- og tómstundafulltrúi og fulltrúi rekstraraðila skíðasvæðisins í Skarðsdal.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 200. fundur - 02.02.2011

Í fyrirspurn frá Snjóflóðasetri Veðurstofu Íslands er könnuð staða umfjöllunar nefnda sveitarfélagsins á hættumati fyrir Skarðsdal og Hólsdal.
Frístundanefnd og bæjarráð hafa fjallað um hættumatið en eftir á að fjalla um það í skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð samþykkir að vísa hættumatinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Einnig var bent á að rekstraraðila skíðasvæða ber að gera skriflega áætlun um daglegt eftirlit skv. reglugerð 636/2009. Áætlunin skal samþykkt af viðkomandi sveitarstjórn að fengnu áliti frá Veðurstofu Íslands.
Í viðræðum bæjarstjóra hefur komið upp sá möguleiki að kaupa ráðgjöf snjóflóðaeftirlits Veðurstofu Íslands til að meta hættu.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Veðurstofu Íslands að höfðu samráði við rekstraraðila skíðasvæðisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.02.2011

Lögð er fram skýrsla Veðurstofu Íslands um hættumat fyrir skíðasvæðin í Skarðsdal og Hólsdal á Siglufirði.

Nefndin fagnar því ferli sem málið er í stjórnkerfinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 209. fundur - 05.04.2011

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi um ráðgjöf vegna snjóflóðaeftirlits á skíðasvæði í Hólsdal og Skarðsdal í Siglufirði.
Um er að ræða samstarfsverkefni milli sveitarfélagsins og Veðurstofu Íslands fyrir tímabilið 11. mars til 1. maí, eða fram til loka skíðasvæðisins 2011.
Einnig drög að vinnureglum um eftirlitið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 211. fundur - 19.04.2011

Undirritaður samningur lagður fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 244. fundur - 31.01.2012

Bæjarstjóri lagði fram núverandi samning um ráðgjöf vegna snjóflóðaeftirlits á skíðasvæði Siglfirðinga.