Bæjarráð Fjallabyggðar

188. fundur 26. október 2010 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Áskorun - Ósk um lausn á vanda líkamsræktarstöðvarinnar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1010091Vakta málsnúmer

Lagður fram undirskriftarlisti 227 aðila þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að finna lausn á vanda líkamsræktarstöðvarinnar í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.

2.Bygging salernisaðstöðu við Bungulyftu

Málsnúmer 1010078Vakta málsnúmer

Í erindi Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg er þess farið á leit við bæjaryfirvöld að sett verði upp salernisaðstaða við Bungulyftu í Skarðsdal fyrir þennan vetur.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.

3.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1004042Vakta málsnúmer

Sigríður J. Stefánsdóttir og Sigurjón Magnússon hafa með bréfi dags 19. október dregið til baka tilboð er gefin voru í kaup á Kirkjuvegi 4 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eignina til sölu.

4.Deiliskipulag - Hesthúsasvæði Siglufirði

Málsnúmer 1008138Vakta málsnúmer

101. fundur skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. október bókaði að nefndin gerði ekki athugasemdir á framkomnum tillögum en gerir tillögu að tveimur breytingum á teikningum, annars vegar að byggingareitur fyrir hesthús neðan vegar í daghólfi verði felldur út og hins vegar að fjárhúsalóðum verði fækkað úr átta í sex og stefna mænisáss fjárhúsa verði norður suður.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkir, með áorðnum breytingum skipulags- og umhverfisnefndar, tillögu að nýju deiliskipulagi, "Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði". Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 08.10.2010 og felur í sér að skilgreina betur núverandi svæði fyrir hesthús í Siglufirði með tilliti til aðkomu, umhverfis- og skipulagsþátta og afmarka og skilgreina nýja byggingarreiti fyrir hesthús og gerði. Jafnframt er skilgreint svæði og byggingarreitir fyrir frístundabúskap. Tillagan verði auglýst skv. 25. gr. laga nr. 73 / 1997 m.s.br.

5.Rekstraryfirlit janúar - ágúst

Málsnúmer 1010120Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar rekstrarupplýsingar sveitarfélagsins, fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2010.

6.Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði í Siglufirði

Málsnúmer 1009145Vakta málsnúmer

Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands hefur unnið snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðin í Skarðsdal og Hólsdal. 
Tímasetning kynningarfundar hættumatsins með bæjarstjórn Fjallabyggðar, áður en það fer í almenna kynningu er 4. nóvember.

7.Deiliskipulag - Eyrarflöt Siglufirði

Málsnúmer 1007090Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hefur farið yfir innsend gögn og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, þegar stofnuninni hefur borist lagfærður uppdráttur og greinargerð til varðveislu með uppfærðum dagsetningum.

8.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1006050Vakta málsnúmer

Borist hefur tilkynning frá Hornbrekku um að fulltrúi starfsmanna í stjórn Hornbrekku sé Líney Hrafnsdóttir og Ásdís Pálmadóttir til vara.

9.Málstofa um skólamál 1. nóvember nk

Málsnúmer 1010071Vakta málsnúmer

Skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sambandsins og skólamálanefndar þess, hvetur sveitarstjórnarmenn til þess að taka þátt í dagskrá málstofu um skólamál sem haldin verður 1. nóvember n.k. í Reykjavík.  Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá málstofunni á vef menntavísindasviðs HÍ.

10.Skýrsla Ofanflóðanefndar um starfsemi nefndarinnar 2002 - 2008

Málsnúmer 1010086Vakta málsnúmer

Til kynningar er skýrsla Ofanflóðanefndar um starfsemi árin 2002-2008. Sjá vefslóð: http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1697

11.Aðalfundur Eyþings - Siglufirði 8. og 9. október 2010

Málsnúmer 1009065Vakta málsnúmer

Starfsskýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2009-2010 lögð fram til kynningar.

12.Samþykktir Aðalfundar Eyþings 2010

Málsnúmer 1010117Vakta málsnúmer

Samþykktir aðalfundar Eyþings 2010 lagðar fram til kynningar.

13.Fundagerðir 216. og 217. fundar Eyþings

Málsnúmer 1010119Vakta málsnúmer

Fundagerðir lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerð 13. fundar Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1010105Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Stjórnar Hornbrekku frá 12. október 2010

Málsnúmer 1010104Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð 777. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. september 2010

Málsnúmer 1010106Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð 778. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. september 2010

Málsnúmer 1010108Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð 779. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. október 2010

Málsnúmer 1010095Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.