Bæjarráð Fjallabyggðar

209. fundur 05. apríl 2011 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Umsýsla og ábyrgð á Hólsá og Skútuá

Málsnúmer 1102126Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom sendinefnd stangveiðifélagsins, skipuð Boga Sigurbjörnssyni og Sigurði Hafliðasyni til að fylgja eftir erindi félagsins þess efnis að SVFS fari með umsýslu og ábyrgð á Hólsá og Skútuá í Siglufirði. 
Bæjarráð leggur áherslu á að tekið verði tillit til lífríkis ánna við fyrirhugað skipulag svæðisins.

2.Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði í Siglufirði

Málsnúmer 1009145Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi um ráðgjöf vegna snjóflóðaeftirlits á skíðasvæði í Hólsdal og Skarðsdal í Siglufirði.
Um er að ræða samstarfsverkefni milli sveitarfélagsins og Veðurstofu Íslands fyrir tímabilið 11. mars til 1. maí, eða fram til loka skíðasvæðisins 2011.
Einnig drög að vinnureglum um eftirlitið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.

3.Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Fjallabyggð nk. sumar

Málsnúmer 1101134Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn um afgreiðslutíma upplýsingamiðstöðva ferðamála og mögulega aðkomu bókasafns og eða íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.

Bæjarráð tekur jákvætt í staðsetningu upplýsingamiðstöðva í stofnunum sveitarfélagsins og samþykkir að vísa erindi til afgreiðslu í atvinnu- og ferðamálanefnd.

4.Framlenging samnings um akstur og urðun sorps frá Fjallabyggð

Málsnúmer 1103103Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Íslenska gámafélaginu um framlengingu samnings um akstur og urðun sorps.
Vegna lokunar urðunarstaðarins á Glerárdal í Eyjafirði og opnun urðunarstaðar í Stekkjarvík hefur vegalengd sem aka þarf með sorpið til urðunar, lengst um 150 km, miðað við að ekið sé frá Siglufirði um Strákagöng.
Bæjarráð samþykkir framlengingu samnings um eitt ár, með tilgreindum forsendum og felur bæjarstjóra að undirrita.

5.Framlenging samnings um rekstur gámasvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103104Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Íslenska gámafélaginu um framlengingu samnings um rekstur gámasvæða.
Bæjarráð samþykkir framlengingu samnings um eitt ár, með tilgreindum forsendum og felur bæjarstjóra að undirrita.

6.Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Málsnúmer 1103025Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs var kjörskrá fyrir Fjallabyggð lögð fram til staðfestingar. Fjöldi kjósenda á kjörskrá eftir leiðréttingu er 1.598.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá.

7.Fundagerðir vinnuhóps bæjarráðs um fræðslumál í Fjallabyggð

Málsnúmer 1101040Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá 4. mars 2011.
Bæjarráð samþykkir breytta skipan vinnuhópsins á þann veg að í stað Ingvars Erlingssonar komi S. Guðrún Hauksdóttir, formaður fræðslunefndar.

8.Verkefniskynning AFE

Málsnúmer 1103058Vakta málsnúmer

Lögð fram verkefniskynning Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um aðgerðaráætlun AFE varðandi erlendar fjárfestingar og markaðssetningu.

9.Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 15. mars 2011

Málsnúmer 1103097Vakta málsnúmer

Í fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 15. mars 2011 kemur m.a. fram ósk um viðræður við bæjaryfirvöld um breytingar og endurbætur á húsnæði Hornbrekku.
Á fund bæjarráðs mættu Rósa Jónsdóttir formaður stjórnar og Rúnar Guðlaugsson forstöðumaður Hornbrekku og fóru yfir þær hugmyndir.
Bæjarráð óskaði eftir frekari gögnum frá forstöðumanni.

10.Uppsögn á samningi vegna starfsemi ISAVIA á rekstri Siglufjarðarflugvallar

Málsnúmer 1103115Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi er sent var umdæmisstjóra Isavia vegna Siglufjarðarflugvallar um tillögu að frágangi á uppsögn samnings frá 15. júní 2004.
Jafnframt lagt fram uppsagnarbréf til starfsmanns sem sinnti þjónustunni á Siglufjarðarflugvelli.

11.Fundargerð 785. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. mars 2011

Málsnúmer 1103121Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.