Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

108. fundur 14. febrúar 2011 kl. 16:30 - 16:30 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Anna María Elíasdóttir varamaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Brekkugata 2, lóðarstærð

Málsnúmer 1102066Vakta málsnúmer




Lögð er fram yfirlýsing og lóðarblað varðandi stærð lóðar við Brekkugötu 2, Siglufirði.  Lóðin er nýtt fyrir leikskóla sveitarfélagsins, landnúmer 142324 og er stærð lóðar 4443,7 fermetrar.


Erindi samþykkt.

2.Deiliskipulag - Hesthúsasvæði Siglufirði

Málsnúmer 1008138Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi, "Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði" var í auglýsingu frá 15. nóvember til 27. desember 2010.  Athugasemdir sem bárust voru 3.

 Svör við athugasemdum.

1. Athugasemd vegna nálægðar skipulagssvæðis við mýrlendi og Leirurnar.

Sendandi:Guðný Róbertsdóttir og Örlygur Kristfinnsson

Dagsett: 27. desember 2010

Móttekið: 27. desember 2010

Svar:

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar ábendinguna. Við gerð umrædds deiliskipulags og Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028 voru mörk mýrarinnar hafðar til hliðsjónar við ákvörðun um afmörkun skipulagssvæðis. Í skipulaginu kemur fram að frágangur við öll gripahús, ný og núverandi þ.m.t. frárennsli, úrgangur og sorpmál skulu unnin samkvæmt reglugerðum. Þannig skal mengun haldast í lágmarki og eru framkvæmdirnar ekki taldar hafa áhrif á lífríki mýrarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd telur einnig brýnt að vinna áfram að markvissri verndun smádýra-, fugla- og gróðurlífs á Leirunum.

 

2. Athugasemd vegna hugsanlegrar snjósöfnunar á vegum við hesthús.

Sendandi: Helga Lúðvíksdóttir

Dagsett: 20. desember 2010

Móttekið: 21. desember 2010

Svar:

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar athugasemdina. Eftir endurskoðun á skipulaginu er niðurstaðan sú að hugsanleg snjósöfnun á vegi er talin óveruleg. Um er að ræða einnar hæðar hús með stutta hlið byggingarreits að vegi, 15 m að lengd. Að auki er fjarlægð milli byggingarreits og vegar 11 m og eru því ekki talin hafa veruleg áhrif á snjósöfnun á veginum.

 

3.  Athugasemd vegna afleiddra umhverfisáhrifa af búfjárhaldi í sveitarfélaginu.

Sendandi: Þorsteinn Jóhannsson

Móttekið: 19. nóvember 2010

Svar:

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir greinagóða athugasemd. Í framhaldi af þeirri ákvörðunartöku um að leyfa frístundabúskap í Siglufirði var einnig tekin ákvörðun um að móta reglur er varða lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu. Mótun þessara reglna er nú í vinnslu. Ljóst er að lausaganga búfjár getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun gróðursamfélaga í sveitarfélaginu. Því mun sveitarfélagið taka mið af innsendum athugasemdum við gerð reglnanna.

Til bráðabirgða mun sveitarfélagið styðjast við 5. gr. 3. mgr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð en þar segir: ?Leyfi til búfjárhalds skuldbindur  ekki bæjarfélagið til að sjá leyfishöfum fyrir beitilandi eða annarri aðstöðu til búfjárhalds.? Þar til fyrrgreindar reglur taka gildi mun ofangreind samþykkt gilda.

3.Frístundabyggð, Siglunesi

Málsnúmer 1102065Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að frístundabyggð á Siglunesi.
Nefndin tekur jákvætt í að byggð verði ný frístundahús á Siglunesi en hafnar þessari staðsetningu
þar sem hún er utan skilgreinds svæðis fyrir frístundabyggð samkvæmt aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028.

4.Frumvarp til laga

Málsnúmer 1101141Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur farið yfir ofangreint frumvarp og gerir eftirfarandi athugasemd við 1. gr. lið a. þar sem vísað er í 3. mgr. 32. gr. laganna.
Breytingartillagan gerir ráð fyrir að sveitarstjórn geti ákveðið að aðalskipulag taki gildi hafi Skipulagsstofnun ekki afgreitt það innan fjögurra vikna frá því að það berst þeim til staðfestingar, synjunar eða frestunar. Þá er spurt,gefi sveitarstjórn t.d. út framkvæmdaleyfi s.kv. aðalskipulagi sem ekki hefur fengið staðfestingu Skipulagsstofnunar en Skipulagsstofnun hafni síðar á einhverjum forsendum, er hætt við að sveitafélag verði bótaskylt?

5.Lóðamál

Málsnúmer 1011002Vakta málsnúmer

Herhúsfélagið sótti um lóðina Norðurgötu 5b á fundi nefndarinnar 11. nóvember 2010.  Óskað var eftir hugmynd Herhúsfélagsins af umbeðinni lóð.  Félagið sótti um lóðina í þeim tilgangi að nýta hana fyrir framtíðarstarfsemi Herhúsfélagsins, til að bæta aðstöðu listamanna sem dvelja í Herhúsinu.  Óskað er eftir að sá möguleiki verði opinn að byggja í framtíðinni lítið hús þar sem yrði verkstæði og einnig aðstaða til útivinnu.

Erindi frestað og vísað til tæknideildar.

6.Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði í Siglufirði

Málsnúmer 1009145Vakta málsnúmer

Lögð er fram skýrsla Veðurstofu Íslands um hættumat fyrir skíðasvæðin í Skarðsdal og Hólsdal á Siglufirði.

Nefndin fagnar því ferli sem málið er í stjórnkerfinu.

7.Umsókn um leyfi fyrir borholu til dælingar á sjó

Málsnúmer 1102026Vakta málsnúmer

Ásgeir Logi Ásgeirsson fyrir hönd Norðlandía ehf, óskar eftir leyfi til að bora holu sunnan við Múlaveg 3.  Hugmyndin gengur út á að athuga hvort þarna geti verið um "dauðan sjó" að ræða, þ.e. sjó sem hefur síast gegnum setlögin og er þannig hreinn af bakterium og öðru.  Ef svo færi að þarna væri sjór, þá er aþð hugmydnin að nota hann til að þvo loft það sem frá verksmiðjunni fer.

Erindi samþykkt, nefndin beinir því til umsækjanda að haft verði samráð við tæknideild varðandi frágang borholu.

8.Umsókn um stækkun á lóð

Málsnúmer 1102025Vakta málsnúmer

Ásgeir Logi Ásgeirsson fyrir hönd Norðlandía ehf, óskar eftir að fá lóðina milli Múlavegar 1 og 3 til umráða, sem og stærra svæði niður fyrir Múlaveg 1, bæði með tilliti til framtíðar uppbyggingar fyrirtækisins og úrlausna vandamála sem eru til staðar í dag.

Erindi samþykkt, óskað er eftir að tæknideild gangi frá nýjum lóðaleigusamning.

9.Umsókn um að setja upp tjaldsvæði

Málsnúmer 1005039Vakta málsnúmer

Sigurjón Magnússon óskar eftir að gera breytingu á umsókn sinni um að staðsetja gamla íbúðarhúsið að Vatnsenda á lóð sinni við Breimnes.  Í stað þess að setja Vatnsenda niður á lóðinni  óskar Sigurjón eftir leyfi til að til að setja niður byggingar þær sem hann hefur keypt af Háfelli og voru notaðar sem skrifstofur á vinnusvæði Ólafsfjarðarmegin.

Nefndin samþykkir erindið að undangenginni grenndarkynningu á svæðinu frá Þverbrekku að Brimnesi.

10.Spennistöð

Málsnúmer 1101058Vakta málsnúmer

RARIK hefur sótt um að staðsetja spennistöð á horni Hávegar og Hverfisgötu.

Erindi samþykkt og tæknideild falið að ljúka málinu.

11.Efnistaka á Siglunesi -umsögn

Málsnúmer 1101142Vakta málsnúmer

Nefndin fór yfir umsókn og umsagnir varðandi efnistöku á Siglunesi.

Nefndin veitir heimild til grjóttínslu úr landi Vélsmiðju Hjalta Einarssonar, landnúmeri 142277, til sjóvarna skv. umsókn Stefáns Einarssonar dagss. 7. janúar 2010. Efnisflutningar frá grjóttínslusvæði er háð samþykki eigenda lands sem þeir fara um.

Fundi slitið - kl. 16:30.