Bæjarráð Fjallabyggðar

185. fundur 28. september 2010 kl. 17:00 - 19:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010

Málsnúmer 1009159Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi.

2.Ósk um að Fjallabyggð komi til móts við SÓ vegna reksturs á snjóframleiðslukerfi o.fl.

Málsnúmer 1009148Vakta málsnúmer

Í erindi Skíðafélags Ólafsfjarðar er óskað eftir aðgangi að vatni og framlagi til reksturs á snjóframleiðslukerfi.
Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu þar sem ekki eru áætlaðir fjármundir til þessa verkefnis.

3.Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði í Siglufirði

Málsnúmer 1009145Vakta málsnúmer

Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands hefur unnið snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðin í Skarðsdal og Hólsdal og óskar eftir því að fá að
kynna hættumatið fyrir bæjarstjórn Fjallabyggðar áður en það fer í almenna kynningu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi í október.

4.Lagfæringar á vegi í Ólafsfirði

Málsnúmer 1009161Vakta málsnúmer

Rætt um aðkomu sveitarfélagsins að lagningu slitlags á Garðsveg í Ólafsfirði, allt 1,1 km.
Áætlaður hlutur sveitarfélagsins er 4,5 milljónir.

Bæjarráð samþykkir að að fara í framkvæmdina ásamt Vegagerðinni. 
Jafnframt var samþykkt að vísa afgreiðslunni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010. 
 

5.Snjómokstur á leiðinni Siglufjörður-Ólafsfjörður

Málsnúmer 1009160Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um álitamál sem uppi eru varðandi snjómokstur á leiðinni Siglufjörður - Ólafsfjörður.
Stefnt er að því að ljúka málinu við Vegagerðina í næsta mánuði.

6.Umsókn um styrk vegna dags heyrnarlausra

Málsnúmer 1009147Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk um styrk vegna dags heyrnarlausra.
Bæjarráð hafnar erindinu.

7.Varðar veitingarekstur Fjallabyggðar

Málsnúmer 1009153Vakta málsnúmer

Í erindi frá fulltrúa veitingahússins Allans, er óskað eftir því að veitingasala á vegum sveitarfélagsins í Tjarnarborg verði hætt án tafar, eða að reksturinn verði fjárhagslega aðskilinn og sé rekinn í eðlilegri samkeppni við aðra aðila sem ekki eru tengdir sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að fela menningarfulltrúa að afla upplýsinga um félagsheimili sem gegna svipuðu hlutverki.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela menningarnefnd að koma með tillögu að rekstrarformi Tjarnarborgar til framtíðar.

8.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1009162Vakta málsnúmer

Um afgreiðslu þessa liðar vísast til bókunar í trúnaðarbók.

9.Hafnarbryggja Siglufirði - þekjutjón

Málsnúmer 1009059Vakta málsnúmer

Með tilvísun í samþykkt bæjarráðs frá 183. fundi var lögð fram kostnaðaráætlun vegna bráðabirgðaviðgerðar á þekju á Hafnarbryggjunni á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010, breytingu á viðhaldslið hafnarinnar að upphæð kr. 750 þúsund.

10.Fundargerð 128. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra

Málsnúmer 1009144Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011 fyrir Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra var frestað.

11.Héðinsfjarðargöng, drög að umsögn um brunavarnir

Málsnúmer 1009150Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Tröllaskaga frá 8. september 2010

Málsnúmer 1009124Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.