Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsu dagana 12. – 14. september á Reykjum í Hrútafirði.
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Félagslegir töfrar. Töfrarnir vísa til mikilvægra en ósýnilegra gilda sem myndast í samskiptum og samveru fólks. Þeir móta hugmyndir,
hegðun og sjálfsmynd fólks. Draga fólk hvert að öðru, gerir hóp að liði og samfélag að samfélagi.
Eins og nafnið gefur til kynna er ráðstefnan fyrir allt ungt fólk á aldrinum 15 - 25 ára. Ekki þarf að vera í ungmennaráði eða ákveðnu félagi til þess að koma.
ALLAR HLIÐAR LÝÐHEILSU
Ráðstefnan hefur það markmið að hvetja ungt fólk til þátttöku í félagsstarfi íþróttaog ungmennafélagshreyfingarinnar. Þátttaka getur falið í sér að sitja í stjórn deildar
eða félags, taka þátt í fjölbreyttu nefndarstarfi, aðstoða við fjáröflun, dómgæslu og/eða koma að móta- og viðburðahaldi. Með öðrum orðum er markmið viðburðarins
að efla og viðhalda félagslegum töfrum ungs fólks - efla og styrkja félagslega heilsu þess. Að auki felur viðburðurinn í sér hellings hópefli, líkamlega hreyfingu og
afþreyingu. Viðburðurinn tekur því á öllum hliðum lýðheilsu, þ.e. líkamlegri-, andlegri- og félagslegri heilsu.
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ
Dagskráin verður eins og alltaf með fjölbreyttu sniði. Boðið er upp á hópefli og samveru, áhugaverðan fróðleik og uppörvandi og hvetjandi vinnustofur. Fólk úr
stjórnmálum og atvinnulífi mætir á ráðstefnuna og fá þátttakendur tækifæri til að byggja upp tengslanet til framtíðar.
TAKMARKAÐUR FJÖLDI
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því borgar sig ekki að bíða of lengi með skráningu. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára.
Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á föstudeginum og til
baka á sunnudeginum sem þátttakendur eru hvattir til þess að nýta sér. Fyrir þau sem ekki geta nýtt sér rútuna er hægt að sækja um styrk fyrir ferðakostnaði til UMFÍ. Skila
þarf inn kvittunum á sérstöku eyðublaði sem sent verður út eftir viðburðinn.
SKRÁNING
Skráning er hafin og stendur til 8. september. Skráning er á þessum hlekk: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdI-VPbecwUVThSz4J0iYzeye8FxpDozp4Ngx-HLaWVV-cdzQ/viewform
Allar upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér á heimasíðu umfi.is.
Athygli er vakin á því að viðburðurinn er vímuefnalaus, það sama á við um rafsígarettur og nikótínpúða.
Ráðstefnan er styrkt af Erasmus+.