Til heiðurs bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2018

Lög unga fólksins (1960 - 1970)

Tónleikar til heiðurs bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2018 verða haldnir í Menningarhúsinu Tjarnarborg þann 3. nóvember. Kl. 21:00. Sturlaugur Kristjánsson mun stíga þar á stokk ásamt félögum sínum hljómsveitinni Landabandinu og leika lög unga fólksins sem voru vinsæl milli 1960 og 1970. Ásamt Sturlaugi, þá skipa Landabandið þeir Guðmann Sveinsson, Rodrigo Lopes og Daníel Pétur Daníelsson.

Einnig munu koma fram sérstakir gestasöngvarar:
Sævar Sverrisson
Lísebet Hauksdóttir
Félagar úr sönghópnum Gómum

Dansað verður eftir tónleikana til kl. 01:00.

Miðasala verður við innganginn.