Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu - Margrét Jónsdóttir Njarðvík

Alþýðuhúsið á Siglufirði helgina  9. – 10. mars 2019

Sunnudaginn 10. mars kl. 14.30 mun Margrét Jónsdóttir Njarðvík vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki sem fjallar um ferð hennar frá því að vera dósent í háskóla í að stofna fyrirtæki.

Sunnudagskaffi með skapandi fólki.

Sunnudaginn 10. mars kl. 14.30 verður Margrét Jónsdóttir Njarðvík spænskufræðingur og ferðaskrifstofueigandi með erindi á Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sem fjallar um það að vera skapandi í eigin fyrirtækjarekstri. Í erindi sínu fjallar Margrét um ferðalag sitt frá því að vera dósent í háskóla yfir í að stofna  fyrirtæki sem byggir á styrkleikum hennar, menntun og ástríðu. Allir eru hjartanlega velkomnir og boðið verður upp vínsmökkun frá Spáni og ólívuolíusmökkun! 

 

  Margrét Jónsdóttir Njarðvík PhD, MBA
  MUNDO - ferðaskrifstofa og alþjóðleg ráðgjöf
  MUNDO - international consulting and travel agency
  tel: 354 6914646

 Uppbyggingasjóður/menningarráð Eyþings, Fjallabyggð, Norðurorka og Aðalbakarí styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu.