Sjómannadagurinn - ein stærsta sumarhátíð Fjallabyggðar

 

Sjómannadeginum verður fagnað með veglegri hátíðardagskrá í Ólafsfirði  2. - 4. júní 2023

Sjómannadagurinn hefur í langan tíma verið haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði enda mikilvægur í augum íbúa svæðisins og sjómennskan nátengd sögu Ólafsfjarðar. Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að halda veglega hátíð í tilefni sjómannadagsins og stendur hátíðin yfir í þrjá daga. Þannig hefur hátíðin markað sér sérstöðu á Norðurlandi, enda kemur fólk víða að til að skemmta sér og njóta dagsins í Ólafsfirði.  

Dagskráin hefst föstudaginn 2. júní  með Fiskidegi í Fjallabyggð, Leirdúfuskotmóti sjómanna á skotsvæði SKÓ.  Útgáfuhóf vegna bókar um sögu SÓ.  Uppistand með S'ola Hólm og skemmtun í Tjarnarborg um kvöldið. 

Á laugardeginum 3. júní er mikið um dýrðir en dagurinn verður tekinn snemma með dorgveiðikeppni fyrir börnin við höfnina. Allan daginn verður eitthvað um að vera. Kappróður, kepnni um Alfreðsstöngina, tímaþraut og trukkadráttur við Tjarnarborg og býður Ramminn gestum upp á hina sívinsælu sjávarréttasúpu. Grillaðar pylsur og gos fyrir alla. Knattleikur Sjómenn - Landmenn á Ólafsfjarðarvelli og útiskemmtun við Tjarnarborg sem hefst kl. 21:00

Sjómannadagurinn 4. júní  hefst svo með skrúðgöngu frá hafnarvoginni k 10:15 að Ólafsfjarðarkirkju þar sem haldin verður hátíðarmessa og sjómenn verða heiðraðir. Fjölskylduskemmtun verður svo við Tjarnarborg kl. 13:30 þar sem verða hoppukastalar fyrir börnin, Stundin okkar mætir á svæðið, skemmtiatriði og tónlist. 

Slysavarnardeild kvenna verður með kaffisölu í Tjarnarborg.

Hátíðinni lýkur með árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu og hefst hún kl. 19:00.

Dagskrá sjómannadagsins 2023