Sigló Freeride weekend 2024

Sigló Freeride verður nú haldin í þriðja skipti, skíða- og snjóbretta veisla sem þú vilt ekki missa af. Freeride keppni verður haldin í flokki kvenna og karla á skíðum og kvenna og karla á snjóbretti í ótroðnum hlíðum Siglufjarðar á Laugardeginum (þau sem ætla að keppa, muna að skrá sig í gegnum 'riders registration'). Eftir keppnina verður RedBull með rosalegt eftirpartý á Kaffi Rauðku. Auk aðal keppninnar verður skemmti skíðakeppni á föstudeginum, aprés gleði á Segull 67, plötusnúðar og tónleikar, skíðabíó, eftirpartý, frír RedBull, afsláttur af drykkjum, GGsport verða á staðnum og fleira... Þetta er viðburður fyrir alla sem hafa gaman af skíðum/snjóbretti, góðri tónlist, fjalla stemningu og góðu partýi.

Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Siglofreeride.com