Pálshús Ólafsfirði - myndlistarsýning um sögu íslenskra sjókvenna

Pálshús opnar kl. 14:00. Laugardaginn 31. maí 2025 eftir vetrardvala með sýningunni

„Hún var karlmannsígildi til allra verka / Am I Man Enough“eftir listakonurnar Marsibil Sól Þórarinsdóttir Blöndal og Salóme Hollander – myndlistarsýning um sögu íslenskra sjókvenna,

Í gegnum aldirnar hefur saga sjómennsku á Íslandi verið sögð í nafni karla – en í skugga hennar leynast óteljandi sögur kvenna sem störfuðu út á sjó. Sýningin varpar ljósi á sjókonuna – það öfluga en vanmetna form kvenskörungs í íslenskri sögu. Á ljóðrænan hátt tekst sýningin á við spurningar um kyn, vinnu og virði í samfélagi þar sem styrkur og úthald hefur lengi verið kynjaður.

Sýningin er opin í Pálshúsi í Ólafsfirði 31. maí til 25. Júní 2025.

Safnið er opið alla daga kl. 13.oo til 17.oo