Íþróttavika Evrópu 2023 - viðburðir í Fjallabyggð

Íþróttavika Evrópu 2023 er haldin árlega dagana 23. – 30. september, undir slagorðinu BEACTIVE – sjá nánar  https://www.beactive.is/

Af því tilefni mun Heilsueflandi samfélag og Hátindur 60+ bjóða upp á heilsufyrirlestur í Tjarnarborg.  Blakfélag Fjallabyggðar bjóða upp á opnar æfingar út september og TBS - Tennis og badminton félag verður með opinn Fjölskyldudag og  opna æfingu fyrir fullorðna. 

Heilsueflandi samfélag og Hátindur 60+ bjóða upp á heilsufyrirlestur í Tjarnarborg laugardaginn 23. september kl. 15:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ber yfirskriftina Hugsaðu um heilsuna. Lærðu að vera I lagi, alveg sama hvað.

Blakfélag Fjallabyggðar hefur opnar æfingar út september sem hér segir:

Mánudaga 
Karlar kl.17:15 - 18:30
Konur kl. 18:30 - 20:00

Miðvikudaga
Karlar kl.17:15 - 18:30
Konur kl. 18:30 - 20:00

TBS býður gestum og félögum á opinn Fjölskyldudag sunnudaginn 24. september frá kl 11:00-13:00 í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Allir hvattir til að kíkja við og njóta samverunnar í badminton á sunnudaginn.

TBS verður með opna æfingu fyrir fullorðinna þriðjudaginn 26. september kl 17:30-19:00 í íþróttahúsinu á Siglufirði. Æfingin er fyrir alla fædda 2007 og eldri og allir hvattir sem hafa áhuga til að mæta. Gerda þjálfari verður með æfinguna. Félagið er að skoða að hafa æfingar fyrir fullorðna í vetur og er þetta frábær vettvangur fyrir alla til að koma og prófa þessa frábæru íþrótt.

Allir velkomnir!