02.06.2016
SJÓVÁ Kvennahlaup ÍSÍ fer fram nk. laugardag, þann 4. júní.
Lesa meira
02.06.2016
Þeir nemendur sem hafa skráð sig til vinnu í Vinnuskóla Fjallabyggðar fá eftirfarandi vinnu:
Árgangur 2002: mætir 7. júní kl. 8:30 (*fær vinnu í 3,5 tíma á dag).
Árgangur 2001: mætir 7. júní kl. 8:30 (*fær vinnu í 7 tíma á dag).
Árgangur 2000 og 1999 : mætir 7. júní kl. 13:00 (*fær vinnu í 7 tíma á dag).
Lesa meira
01.06.2016
Landsbankinn efnir til fundar um uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá bankans til ársins 2018. Á fundinum verður einnig fjallað um lausafjárstýringu fyrirtækja, aflandskrónuútboð Seðlabankans, uppbyggingu á Siglufirði og fleira.
Lesa meira
31.05.2016
Sjómannadagshelgin er viðburðarík í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Nú stendur yfir sýning Kristjáns Guðmundssonar í Kompunni og tveir viðburðir verða 4. og 5. júní.
Lesa meira
31.05.2016
Sumarlestur á vegum bókasafnsins hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst.
Sumarlestur hefur það að markmiði að hvetja til lesturs í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn. Lestur eflir málþroska, bætir orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunaraflið.
Lesa meira
30.05.2016
Vakin er athygli á því að sumaráætlun Strætó tók gildi í gær, sunnudaginn 29. mai.
Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is.
Lesa meira
30.05.2016
Fyrir nokkrum dögum setti Síminn upp 4G farsímasendi á Ólafsfirði. Nú er því komið 4G samband á bæði Siglufirði og Ólafsfirði.
Lesa meira
26.05.2016
Vegna viðhaldsframkvæmda verður Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Siglufirði, lokuð frá og með sunnudeginum 29. maí til og með mánudagsins 6. júní.
Lesa meira
26.05.2016
Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) hélt ársþing sitt að Íþróttamiðstöðinni á Hóli í Siglufirði 19. maí sl. Félög innan sambandsins höfðu rétt á að senda 31 fulltrúa til þingsins og af þeim mættu 17 frá 9 af þeim 11 félögum sem eru innan UÍF.
Lesa meira
25.05.2016
Laugardaginn 28. maí 2016 kl. 15:00 opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Kristján Guðmundsson er einn af þekktari listamönnum þjóðarinnar, búsettur í Reykjavík. Hann hóf listferil sinn uppúr 1960 og var einn af meðlimum SÚM sem þá var framsækinn félagskapur ungra listamanna í Reykjavík.
Lesa meira