Fréttir

DrinniK með tónleika í Alþýðuhúsinu

Laugardaginn 16. apríl kl. 20:00 verður hljómsveitin DrinniK frá Akureyri með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. DrinniK er glænýtt tríó sem spilar frumsamda tónlist undir sígaunaáhrifum.
Lesa meira

Vorhátíð 1. - 7. bekkjar

Á miðvikudaginn, 13. apríl, verður Vorhátíð 1. - 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg og hefst hátíðin kl. 18:00. Nemendur hafa æft stíft undanfarið og á skemmtununni mun hver bekkur flytja sitt atriði.
Lesa meira

Við erum öll í ferðaþjónustu

Opinn fundur um ferðaþjónustu á Sigló Hótel, Siglufirði, fimmtudaginn 7­. apríl kl. 16:30 - 18:30
Lesa meira

Sýningar í Listhúsinu Ólafsfirði

Þriðjudaginn 5. apríl kl. 18:00 opnar sýning í Listhúsinu Ólafsfirði. Það eru Hector Miguel Guerrero og Heliodoro Santos Sanchez frá Mexíkó sem sýna. Yfirskrift sýningarinnar er NORÐURLAND.
Lesa meira

Jákvæð rekstrarniðurstaða um 220 mkr.

Ársreikningur Fjallabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 30. mars 2016.
Lesa meira

Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Næstkomandi sunnudag 3. apríl kl. 15:30 – 16:30 verður Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu Siglufirði. Þar munu Ari Marteinsson og Sophie Haack fjalla um fjölbreyttan feril sinn og ýmis skapandi verkefni sem þau hafa unnið að. Þau eru bæði með Mastersgráðu í samskiptahönnun frá Kolding School of Design í Danmörku.
Lesa meira

Framkvæmd 17. júní hátíðarhalda 2016

Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 14. mars var samþykkt að auglýsa eftir aðilum/félagasamtökum í Fjallabyggð til að taka að sér framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna í bænum. Með umsókn skulu fylgja með drög að dagskrá. Leitast skal við að hafa dagskrá hátíðarhaldanna sem fjölbreyttasta þannig að hún höfði til allra bæjarbúa og jafnframt verði reynt að virkja sem flesta bæjarbúa til þátttöku.
Lesa meira

IWG opna Freeride mótið - Múlakollu

Vetrarhátíð eða Iceland Winter Games hófst á Akureyri 24. mars sl. Um er að ræða vikulanga vetrar- og útivistarhátíð sem haldin er á Norðurlandi. Í ár bætist Tröllaskaginn við og laugardaginn 2. apríl verður í fyrsta skipti haldið "Freeride"-mót sem fer fram í Múlakollu.
Lesa meira

Sýning í Listhúsinu Ólafsfirði

Í gær, 28. mars, opnaði sýning í Listhúsinu Ólafsfirði sem ber yfirskriftina EYRI. Það eru fimm erlendir listamenn sem dvalið hafa í Listhúsinu sem standa fyrir sýningunni. Opið verður í dag og á morgun (29. og 30. mars) milli kl. 13:00 - 16:00.
Lesa meira

Myndlistarsýning - Okkar góða kría

Fimmtudaginn 24. mars opnar Ágúst Hilmarsson myndlistarsýningu í Ráðhúsi Fjallabyggðar. Kríann er þema myndana. Einnig sýnir María Ketilsdóttir hluti úr tré og leir.
Lesa meira