Auglýsingar um skipulag í Fjallabyggð

Tillaga að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með endurskoðað aðalskipulag Fjallabyggðar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður verður til sýnis á tæknideild Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og hjá Skipulagsstofnun frá og með 16. apríl 2021 til og með 28. maí 2021. Tillagan er einnig aðgengileg hér:Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28. maí 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Fjallabyggðar við Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal, Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. febrúar 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingarsvæðið afmarkast af námu við enda bílastæðis sem áætlað er á skíðasvæðinu í Skarðsdal. Breytingin felur í sér að staðsett er ný náma á framkvæmdasvæði þar sem verið er að koma fyrir nýrri aðkomu á skíðasvæðið í Skarðsdal. Náma þessi mun uppfylla efnisþörf við framkvæmdir  á svæðinu. Tillagan ásamt breytingu á umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu Fjallabyggðar við Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 16. apríl 2021 til og með 28. maí 2021 og er einnig aðgengileg hér:

Skarðsvegur - deliiskipulagsbreyting

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulags- og tæknifulltrúa í síðasta lagi  28. maí 2021 á Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is. 

Skipulags- og tæknifulltrúi.

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 14. apríl s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Viðfangsefni skipulagsins er m.a. að skilgreina lóðir fyrir mismunandi starfsemi, bæta öryggi þeirra sem fara um hafnarsvæðin, skilgreina helstu umferðarleiðir akandi og fótgangandi og bæta umhverfi og ásýnd svæðisins.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð er til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og hér:

Skipulagslýsing

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir 3. maí nk.