Sorphirða- og flokkun

Sorphiða dagatal 2023          Gjaldskrá 2023 Klippikort bæklingur (pdf)


Sorphirðuhandbókin 


      Flokkunarhandbókin 

 

Reglur um notkun sorpíláta úr plasti

     Samþykkt um meðhöldun úrgangs 

 


Þann 1. desember 2009 hófst flokkun sorps á heimilum í Fjallabyggð. Markmiðið með flokkuninni er að uppfylla kröfur um úrbætur í umhverfismálum og bæta þjónustu við íbúa. Öll heimili munu flokka í þrjár tunnur, almennt sorp fer í gráa tunnu, endurvinnanlegt sorp í græna tunnu og lífrænt sorp í brúna tunnu. Lífræna sorpið verður jarðgert og endurvinnsla verður stóraukin. Áætlun er að urðun verði framvegis einungis þriðjungur af því sem áður var.

Opnunartími gámasvæða er alla virka daga milli kl. 15:00 - 18:00 og á laugardögum milli kl. 11:00 - 13:00

Gámasvæðin eru staðsett:

Ólafsfjörður:
Námuvegur 3

Flöskumóttaka Skíðafélags Ólafsfjaðar Pálsbergsgötu 1 (aftan við Ísfell)
Opnunartími þriðjudaga frá kl. 17:30-18:30

Siglufjörður:
Við Ránargötu 

Flöskumótakan á Siglufirði á gámasvæði við Ránargötu

Opnunartími mánudaga frá 15:45-17:45

 

Spurningar og svör

Gagnlegar upplýsingar

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að á þessum síðum biðjum við þig að láta okkur vita svo við getum bætt úr því. Þannig getum við byggt upp góðan upplýsingabanka sem auðveldar okkur að flokka rétt. Sendu okkur tölvupóst eða hringdu í síma 464 9100.

Brúna tunnan - Lífrænn úrgangur

Brúna tunnan er ætluð undir lífrænan eldhúsúrgang. Allir matarafgangar sem falla til á heimilinu og annar lífrænn úrgangur má fara í þennan flokk. Dæmi um lífrænan úrgang frá heimilum er t.d. afskurður af ávöxtum, kjöti eða fisk. Brauðmeti, kaffikorgur, tannstönglar, tepokar og þess háttar. Lífrænum úrgangi er safnað innandyra í maíspoka sem brotna niður við jarðgerðina. Mjög mikilvægt er að nota ekki poka úr plasti þar sem þeir brotna ekki niður og geta valdið tjóni í jarðgerðarstöðinni.

Græna tunnan - Endurvinnanlegt

Allir íbúar Fjallabyggðar eru með Græna tunnu við heimili sitt undir þann hluta heimilisúrgangs sem er endurvinnanlegur.  Mikilvægt er að gengið sé frá hráefninu samkvæmt meðfylgjandi leiðbeiningum, (Sorphirðuhandbókin 2015), annars er hætt við að hráefnið verði óhæft til endurvinnslu og endi í urðun. 

Breytingar á flokkun í Grænu tunnuna !

Ekki er lengur þörf á að setja málma og fernur/sléttan pappa, frauð og plast í sérstaka plastpoka. Þetta einfaldar flokkunina og gerir hana þægilegri fyrir notendur Grænu tunnunar og umhverfisvænni um leið. 

Bylgjupappi, skrifstofupappír, dagblöð, tímarit og málmar mega fara beint í tunnuna. Fernur, málma og plast þarf að skola áður en hráefnin fara í tunnuna. Þá er æskilegt að raða fernum hverri ofan í aðra þannig að þær myndi bunka. Stórar plastumbúðir mega einnig fara beint í tunnuna, en æskilegt er að setja þær minni í gegnsæjan poka.

Gráa tunnan - Almennt sorp

Almennt sorp er í raun blandaður úrgangur frá fyrirtækjum og heimilum. Þetta er að mestu úrgangur sem ekki getur flokkast í skilgreindan endurvinnsluferil og er þar af leiðandi óendurvinnanlegt. Dæmi um almennt sorp frá heimilum er t.d. bleiur, umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastumbúðir með álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa o.fl.

Klippikort tekin í notkun á gámasvæðum Fjallabyggðar

Frá 1. janúar 2020 þurfa íbúar og rekstraraðilar í Fjallabyggð klippikort til að komast inn á gámasvæði sveitarfélagsins. Íbúar og rekstraraðilar geta sótt klippikortin á skrifstofum sveitarfélagsins Gránugötu 24 Siglufirði og Bókasafni Fjallabyggðar á Ólafsvegi 4 Ólafsfirði. Íbúar og sumarhúsaeigendur fá afhent eitt kort á ári sér að kostnaðarlausu en rekstraraðilar þurfa að greiða 29.900 krónur fyrir kortið.

Ekkert þarf að greiða fyrir ógjaldskyldan úrgang en klippt verður fyrir allan gjaldskyldan úrgang. Hvert klipp gildir fyrir 0,25 m3. Á hverju korti eru 16 klipp, sem duga samtals fyrir 4,0 m3 en klippikort fyrir sumarhúsaeigendur eru með 8 klipp svo þau kort duga fyrir alls 2,0 m3 af gjaldskyldum úrgangi.

Að öllu jöfnu ætti hvert kort að duga út árið. En ef kort klárast er hægt að kaupa aukakort á skrifstofum sveitarfélagsins. Hvert aukakort kostar 12.300 kr. fyrir árið 2020.

Áríðandi er að skoða vel hvaða flokkar eru gjaldfrjálsir og hverjir gjaldskyldir. Sé sorpið flokkað til samræmis við það endist kortið lengur. Góð flokkun miðar að því að sem mest fari í endurvinnslu og eins lítið og mögulegt er til förgunar. Með því að flokka vel stuðlum við að umhverfisvernd og göngum í áttina að sjálfbærara samfélagi.

Mikilvægi flokkunar

Með flokkun til endurvinnslu minnkar magn þess úrgangs sem endar í urðun. Þannig er umhverfið verndað samhliða því sem förgunargjöld lækka fyrir sveitarfélagið.  

Megnið af því efni sem kemur inn á gámasvæðið er endurnýtt með einum eða öðrum hætti. Þannig er úrgangi breytt í verðmæti og fyrir skil á slíkum úrgangi þarf ekki að greiða. Fyrir annað efni, sem þarfnast sérstakrar meðhöndlunar, þarf að greiða fyrir. 

Með því að flokka rétt er komið í veg fyrir sóun verðmæta og tryggt er að eingöngu sé greitt þegar við á.

Klippikortið hjálpar

Tilgangur:
Gera flokkun markvissari og að kostnaður sé greiddur af þeim sem til úrgangsins stofnar.

Góð ráð:
Best er að flokka farminn áður en komið er á gámasvæðið. Ef úrgangur kemur blandaður saman (gjaldskylt og ógjaldskylt) þarf að greiða fyrir allan úrganginn.

Munum alltaf eftir kortinu:
Klippikortið veitir aðgang að svæðinu og þarf því alltaf að taka með, þó að eingöngu sé um endurvinnanlegan úrgang að ræða. 

Bæklingur til lestrar og útprentunar (pdf)