Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

 

Frá og með haustinu 2016 hafa sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð gert samning til þriggja ára um sameiginlegan rekstur tónlistarskóla fyrir bæði sveitarfélögin undir heitinu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.

Samkvæmt samningnum er markmið tónlistarskólans að efla tónlistarþekkingu og iðkun tónlistar, auk þess að stuðla að eflingu tónlistarlífs í aðildarsveitarfélögunum. Þessum markmiðum hyggst skólinn ná meðal annars með því að:

  • Annast kennslu í hljóðfæraleik og söng ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum sem gert er ráð fyrir í aðalnámskrá tónlistarskóla.
  • Bjóða upp á kennslu í sem flestum greinum tónlistar, þar sem börnum jafnt sem fullorðnum gefst kostur á að stunda tónlistarnám eftir því sem aðstæður leyfa.
  • Búa nemendum fjölbreytt skilyrði til að þroska tónlistarhæfileika sína og sköpunargáfu.
  • Leggja áherslu á félagslegt gildi tónlistariðkunar með þátttöku nemenda í samleik og hljómsveitarstarfi.
  • Búa nemendur undir framhaldsnám í tónlist.
  • Styðja kennara skólans til tónleikahalds.

Stefnt er að því að öllum nemendum í 1. – 10. bekk grunnskóla sveitarfélaganna verði gefinn kostur á að stunda tónlistarnám sitt sem hluta af samfelldum skóladegi.

Skólanefnd er skipuð fimm fulltrúum og skiptast þeir á milli sveitarfélaganna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

Skólastjóri skólans er Magnús G. Ólafsson.

Símar á skrifstofu skólans: 

  • Dalvík 460-4990 
  • Ólafsfirði 464-9210
  • Siglufirði 464-9130
Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu tónlistarskólans á slóðinni: http://www.tat.is/

Gjaldskrá

Prenta gjaldskrá

Skólagjöldum er skipt á fjóra gjalddaga, okt.-des.-feb.-apr. Skólinn leigir út hljóðfæri á sanngjörnu verði og eiga nemendur kost á því að halda þeim í allt að tvö ár. Að þeim tíma liðnum er reiknað með að þeir eignist sín eigin hljóðfæri. Hljóðfæraleiga greiðist í einu lagi að hausti.

Fullorðnir greiða alltaf fullt gjald, afsláttur reiknast frá fyrsta barni.
1. barn greiðir  100%
2. barn greiðir    80%
3. barn greiðir    60%
4. barn greiðir    40%

Gjaldskrá Tónlistarskólns á Tröllaskaga 2023 (pdf)

Börn
2022
2023
Heilt nám
81.818
87.545
Aukahljóðfæri , fullt nám
58.601
62.703
Hálft nám
54.760
58.593
Aukahjóðfæri, hálft nám
45.696
48.895
Fullorðnir
Heilt nám
106.363
113.841
Hálft nám
75.024
80.276
Hljóðfæraleiga
Leiga á hljóðfæri
11.100
11.877

Skólastjóri Tónlistarskólanns

Magnús G. Ólafsson

Skólastjóri