Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

Frá og með haustinu 2016 hafa sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð gert samning til þriggja ára um sameiginlegan rekstur tónlistarskóla fyrir bæði sveitarfélögin undir heitinu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.

Samkvæmt samningnum er markmið tónlistarskólans að efla tónlistarþekkingu og iðkun tónlistar, auk þess að stuðla að eflingu tónlistarlífs í aðildarsveitarfélögunum. Þessum markmiðum hyggst skólinn ná meðal annars með því að:

  • Annast kennslu í hljóðfæraleik og söng ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum sem gert er ráð fyrir í aðalnámskrá tónlistarskóla.
  • Bjóða upp á kennslu í sem flestum greinum tónlistar, þar sem börnum jafnt sem fullorðnum gefst kostur á að stunda tónlistarnám eftir því sem aðstæður leyfa.
  • Búa nemendum fjölbreytt skilyrði til að þroska tónlistarhæfileika sína og sköpunargáfu.
  • Leggja áherslu á félagslegt gildi tónlistariðkunar með þátttöku nemenda í samleik og hljómsveitarstarfi.
  • Búa nemendur undir framhaldsnám í tónlist.
  • Styðja kennara skólans til tónleikahalds.

Stefnt er að því að öllum nemendum í 1. – 10. bekk grunnskóla sveitarfélaganna verði gefinn kostur á að stunda tónlistarnám sitt sem hluta af samfelldum skóladegi.

Skólanefnd er skipuð fimm fulltrúum og skiptast þeir á milli sveitarfélaganna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar. Skólastjóri skólans er Magnús G. Ólafsson.

Símar á skrifstofu skólans: 

  • Dalvík 460-4990 
  • Ólafsfirði 464-9210
  • Siglufirði 464-9130
Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu tónlistarskólans á slóðinni: http://www.tat.is/
 

Tengiliðir

Magnús G. Ólafsson

Skólastjóri

Fréttir

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga verða haldnir á eftirfarandi dögum. Allir velkomnir!
Lesa meira

Opið fyrir innritun í Tónlistarskólann á Tröllaskaga

Opið er fyrir innritun í Tónlistarskólann á Tröllaskaga fyrir skólaárið 2019 – 2020 Foreldrar, forráðamenn og nemendur eru beðinr að skrá sig hér. Athugið að núverandi nemendur sem ætla að halda áfram þurfa einnig að skrá sig. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma skólans 464 9210 og 464 9130 eða Á innritunarsíðu hafa bæst við tvær spurningar í umsóknarferlið sem snúa að persónuvernd, annarsvegar um myndatöku og svo fjölpóst.
Lesa meira