Samgöngur á sjó

Fréttir

Samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna móttöku skemmtiferðaskipa undirritaður

Í gær undirrituðu Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri og Aníta Elefsen safnstjóri samstarfssamning milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafn Íslands um markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem ákjósanlegum viðkomustað skemmtiferðaskipa. Bæjarráð samþykkti samningin fundi sínum þann 3. janúar sl.
Lesa meira

Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023

Bæjarfélaginu er gefinn frestur til 13. janúar nk. að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur. Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 20. desember sl. fól bæjarráð bæjarstjóra að boða hagsmunaaðila til opins samráðsfundar, þar sem aðilum verður gefinn kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Ráðgert er að halda fundinn í Tjarnarborg fimmtudaginn 5. janúar kl. 17:00.
Lesa meira

Starfsmenn Fjallabyggðarhafna senda bestu jólakveðjur

Sigríður bæjarstjóri leit við í morgunkaffi hjá starfsmönnum Fjallabyggðarhafna í morgun og fór meðal annars yfir stöðu mála þar. Við það tækifæri tók hún þessa ágætu mynd af þeim herramönnum. Starfsmenn hafnarinnar senda sínar allra bestu hátíðarkveðjur um landið og miðin og þakka fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða með von um að nýja árið verði öllum fengsælt.
Lesa meira