07.04.2022
Friðþjófur Jónsson hefur verið ráðinn í starf yfirhafnarvarðar Fjallabyggðahafna sem auglýst var laust til umsóknar þann 18. febrúar sl.
Tíu umsóknir bárust um starfið.
Lesa meira
09.11.2021
Laugardaginn 6. nóvember lagðist að bryggju á Siglufirði varðskipið Freyja eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam. Mikið fjölmenni lagði leið sína á Hafnarbryggjuna til að fagna komu skipsins til heimahafnar á Siglufirði.
Freyja kom í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Að auki keyrðu viðbragðsaðilar á Norðurlandi í samfloti frá Strákagöngum skipinu til heiðurs auk þess sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar skaut þremur heiðursskotum úr fallbyssu þegar skipið kom siglandi inn fjörðinn.
Lesa meira
09.02.2021
Með vísan til 3. gr. reglugerðar nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 þá eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2020-2021 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar.
Lesa meira