Skálarhlíð

SkálarhlíðÍ Skálarhlíð eru 29 íbúðir. 10 stórar íbúðir og 19 litlar. Stærri íbúðirnar eru um 58 fm. minni íbúðirnar eru um 20 fm. og 28 fm. Íbúðunum fylgja geymslur sem eru 6 - 8 fm.  Einnig er ein íbúð sem er 43 fm.
Í Skálarhlíð er dagþjónusta aldraðra sem nýtist íbúum vel. Þar er boðið upp á morgunmat, milli kl. 09:00 - 10:00, hádegismat kl. 12:00 og kaffi alla virka daga kl. 14.30.  
Íbúar geta fengið heimilshjálp og heimahjúkrun. Dagþjónustan er opin alla virka daga á milli kl. 09:00 - 15:00. 
Íbúar geta fengið tengdan neyðarhnapp.
Í húsinu er sameiginlegt þvotthús.
Efnalaugin Lind er með mjög góða þjónustu fyrir þá sem vilja koma og sækja þvott 1x í viku og koma með hreinan þvott 1x í viku.
Einnig er snyrtistofa og hárgreiðslustofa í húsinu.

Dagvist aldraðra

Dagvist aldraðra er til húsa í Skálarhlíð. Það sem er í boði er eftirtalið;

- Fönduraðstaða opin fyrir þá sem vilja nýta sér aðstöðuna klukkan 13:00 alla virka daga.
- Félagsvist á mánudögum klukkan 13:00 
- Bridge á miðvikudögum klukkan 13:00
- Bingó á fimmtudögum klukkan 13:30
- Bocciaæfingar klukkan 10:30 á þriðjudögum og föstudögum
- Vatnsleikfimi klukkan 10:00 á mánudögum og miðvikudögum
- Myndasýning klukkan 10:30 á mánudögum
- Bæjarferðir klukkan 13:00 á þriðjudögum og föstudögum

Hér er hægt að nálgast prentútgáfu af dagskrá dagvistunnar 2017-2018.(pdf-skjal)

Markmið með starfinu er að:
- rjúfa félagslega einangrun og efla þátttöku daglegra athafna.
- bjóða upp á þjónustu sem auðveldar fólki að búa sem lengst heima.
- hafa notalegt umhverfi þannig að starfsfólk og gestir geti í sameiningu mótað starfsemina.
- hver dagur verði góður og ánægjulegur

Fjöldi mynda hafa verið teknir af starfinu úr dagvistinni og má sjá þær allar með því að smella hér.

Forstöðumaður Helga Hermannsdóttir
Netfang: dagvist@simnet.is

Sími: 467-1147
Gsm: 898-1147

 

Fréttir

Skálarhlíð - Dagvist aldraðra

Fræðslufundur í Húsi eldriborgara í Fjallabyggð

Hreyfing fyrir fólk á besta aldri

Hreyfing fyrir fólk á besta aldri var yfirskrift fræðsluerindis Sveins Torfasonar sjúkraþjálfara í Húsi eldri borgara síðastliðinn miðvikudag. Í erindinu fjallaði Sveinn meðal annars um mikilvægi hreyfingar, hjálpartæki og verki.

Ágæti eldri borgari í Ólafsfirði

Ágæti eldri borgari í Ólafsfirði

Í tilefni þess að ráðinn hefur verið starfsmaður til þess að halda utan um og efla félagsstarf/dagþjónustu fyrir eldri borgara í Ólafsfirði er þér/ykkur boðið á kynningu á innanhúss Krullu í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði, miðvikudaginn 6. desember kl. 11.00. Leiðbeinandi verður Hallgrímur Valsson.

Norðurlandsmót

Frábært Norðurlandsmót í boccía

Norðurlandsmótið í Boccia var haldið síðastliðinn laugardag í Íþróttahöllinni á Húsavík og mættu 24 keppendur, eldriborgara og fatlaðra frá Snerpu á Siglufirði.

Kór eldri borgara

Vetrardagskrá dagþjónustu aldraðra

Dagþjónusta aldraðra á Siglufirði fer fram í Skálarhlíð, Hlíðarvegi 45. Vetrarstarfið er nú að komast í gang og hefst formlega mánudaginn 5. september. Eru allir eldri borgarar og öryrkjar hvattir til að kynna sér starfið og þær tómstundir sem þar eru í boði.

Jónas, Sveinn og Sigurður urðu í 3ja sæti

Tvenn bronsverðlaun á Landsmóti UMFÍ

Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri var haldið á Ísafirði um síðustu helgi. Góður hópur frá Skálarhlíð skellti sér vestur og keppti í boccia. Eitt lið náði á verðlaunapall og urðu þeir Jónas Björnsson, Sveinn Þorsteinson og Sigurður Benediksson í þriðja sæti af 40 liðum sem hófu keppni.

Hrafnhildur Sverrisdóttir sigurvegari í 2. deild

Íslandsmót fatlaðra í boccia

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót fatlaðra í boccia. Átta keppendur frá Snerpu voru mættir til leiks ásamt þjálfurunum Helgu og Þóreyju. Keppt var í Laugardalshöll og voru aðstæður til keppni mjög góðar.

Líney og Berglind ásamt Jónasi Björnssyni

92 ára á Landsmóti

Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri fór fram á Blönduósi um síðustu helgi. Nokkrir íbúar Fjallabyggðar tóku þátt m.a. í boccia og golfi.

Þátttakendur í boccia á Landsmóti 50+

Góður árangur í boccia á Landsmóti 50+

Landsmót 50 ára og eldri fór fram á Blönduósi um síðustu helgi. Fjögur lið frá Skálarhlíð tóku þátt í boccia-keppni Landsmótsins en alls voru 36 lið skráð til leiks.

Kór eldri borgara í Fjallabyggð söng fyrir gesti

Góð heimsókn frá Færeyjum

Í gær voru á ferðinni góðir gestir frá Eidi í Færeyjum sem er vinabær Siglufjarðar. Um var að ræða hóp eldri borgara af sambýli í Eidi ásamt starfsfólki. Hópurinn hefur dvalið á Akureyri frá 6. maí og í gær skruppu þau dagsferð til Siglufjarðar.

Íslandsmót í boccia

Íslandsmót í boccia

Þann 18. apríl sl. var haldið Íslandamót í boccia fyrir eldri borgara. Fjögur lið með samtals 12 keppendur frá Fjallabyggð tóku þátt í mótinu. Mótið gekk mjög vel og stóðu keppendur sig mjög vel þó svo ekkert lið hafi náð á verðlaunapall að þessu sinni.





Takk fyrir!

Ábending þín er móttekin