Deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 1601077

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27.01.2016

Umræða tekin í nefndinni um að hefja vinnu við deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar. Lagðar voru fram þrjár útfærslur af lagfærðum gatnamótum Gránugötu, Snorragötu og Suðurgötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16.03.2016

Nefndin samþykkir að byrja vinnu við deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar sem afmarkast af Aðalgötu, Grundargötu, Suðurgötu og hafnarsvæði í suður. Unnið verður með tillögur 1 og 2 að nýjum gatnamótum við Suðurgötu, Gránugötu og Snorragötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 06.07.2016

Tillaga að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við nýtt deiliskipulag miðbæjarins á Siglufirði.

Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og felur tæknideild að auglýsa hana.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25.01.2017

Á fund nefndarinnar mættu hönnuðir frá Landslag ehf. og kynntu drög að deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Siglufjarðar.

Nefndin samþykkir að kynna drögin og munu þau vera aðgengileg hjá tæknideild Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundur - 31.01.2017

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson og kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Siglufjarðar.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að undirbúa kynningarfund þar sem drögin verða kynnt íbúum Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 01.03.2017

Lagðar fram ábendingar íbúa sem ritaðar voru á íbúafundi vegna kynningar á drögum af deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar. Ábending barst frá Rauðku ehf. um skort á nánu samráði í samræmi við samkomulag Fjallabyggðar og Rauðku ehf. frá 28.apríl 2012, um lið 1: Miðbær Siglufjarðar.
Nefndin telur nauðsynlegt að haldinn verði fundur um ákvæði samkomulagsins með forsvarsmönnum Rauðku ehf.og felur tæknideild að boða til fundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 211. fundur - 29.03.2017

Lagt fram minnisblað frá 21.mars sl. vegna fundar með forsvarsmanni Rauðku ehf. um miðbæjarskipulagið með vísun í 5 liða samkomulag Rauðku ehf og Fjallabyggðar frá 2012.

Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga með tillit til umræðna á íbúafundi og fundi með Rauðku ehf. Nefndin gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við framlagða tillögu og samþykkir að kynna hana forsvarsmönnum Rauðku ehf.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 01.06.2017

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir miðbæ Siglufjarðar.

Nefndin samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23.08.2017

Að lokinni auglýsingu er lögð fram til kynningar tillaga Landslags að deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar í Fjallabyggð ásamt athugasemdum og umsögnum. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 21. ágúst 2017.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11.09.2017

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir miðbæ Siglufjarðar sem auglýst var frá 10. júlí - 21. ágúst 2017. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands dags. 14. júní 2017, Vegagerðinni 18. ágúst 2017 og Umhverfisstofnun dags. 31. ágúst 2017. Athugasemdir bárust frá eigendum Fiskbúðar Fjallabyggðar dags. 20. ágúst 2017.

Umræða tekin um athugasemdir og umferðaröryggismat Vegagerðarinnar. Lögð fram tillaga að svarbréfi við athugasemdum.

Nefndin samþykkir tillögu að svarbréfi og áorðnum breytingum á skipulagsuppdrætti í samræmi við umferðaröryggismat Vegagerðarinnar.