Aðstaða á Múlakollu fyrir fjarskipti

Málsnúmer 1701047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25.01.2017

Lagt fram erindi Neyðarlínunnar þar sem kannað er viðhorf Fjallabyggðar til þess að Neyðarlínan fái að setja upp aðstöðu fyrir fjarskipti á Múlakollu auk þess að plægður yrði raf- og ljósleiðara strengur milli fyrirhugaðrar aðstöðu og Ólafsfjarðar.

Nefndin tekur jákvætt í tillögur neyðarlínunar en áréttar að ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort af gerð vegslóðar upp á Múlakollu verði.