Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1612011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25.01.2017

Tekin fyrir umsókn um búfjárhald í flugskýli við Siglufjarðarflugvöll.

Umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði 3. greinar samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð nr. 185/2011, hvað varðar aðstöðu, þ.e. að hún sé innan marka svæðis þar sem gert er ráð fyrir búfjárhaldi á skipulagi. Því getur nefndin ekki samþykkt umsóknina. Þar sem búfé er í húsinu nú þegar, þá heimilar nefndin umsækjanda að halda búfé í flugskýlinu til mánaðarmóta júní/júlí 2017.