Stefnumótun ferðaþjónustu í Fjallabyggð

Málsnúmer 1601065

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20.01.2016

Vísað til nefndar
Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð og óskar jafnframt eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á því að fram fari fagleg umræða um stefnumótun í ferðaþjónustu í Fjallabyggð og hvort ekki sé rétt að tengja þá vinnu við endurskoðun eða breytingar á Aðalskipulagi sveitarfélagsins. Leggur nefndin jafnframt til að næsta atvinnumálaþing verði ferðaþjónusta til umræðu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27.01.2016

Atvinnumálanefnd óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á því að fram fari fagleg umræða um stefnumótun í ferðaþjónustu í Fjallabyggð og hvort ekki sé rétt að tengja þá vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Skipulagsnefnd mun hafa ferðamál í öndvegi við gerð endurskoðun aðalskipulags. Nefndin óskar eftir því að tæknifulltrúi geri grein fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags, m.a. við stöðu ferðamála á næsta fundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Á 13. fundi atvinnumálanefndar, 20. janúar 2016, var lagt til við bæjarráð og jafnframt óskað eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á því að fram fari fagleg umræða um stefnumótun í ferðaþjónustu í Fjallabyggð og hvort ekki sé rétt að tengja þá vinnu við endurskoðun eða breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Lagði nefndin jafnframt til að á næsta atvinnumálaþingi yrði ferðaþjónusta til umræðu.

Bæjarráð vísar í bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. janúar 2016, þar sem segir að nefndin muni hafa ferðamál í öndvegi við endurskoðun aðalskipulags.