Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

125. fundur 16. nóvember 2011 kl. 17:00 - 17:00 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Beiðni um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1110131Vakta málsnúmer

Rósa Jónsdóttir fyrir hönd stjórnar Golfklúbbs Ólafsfjarðar óskar eftir leyfi til að gera breytingar á golfvelli Ólafsfjarðar skv. meðfylgjandi teikningum.  Áætlað er að vinna að þessum breytingum næstu 10 árin.

Erindi samþykkt.

2.Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði

Málsnúmer 1010072Vakta málsnúmer

Deiliskipulag fyrir frístundasvæði vestan óss í Ólafsfirði lagt fram vegna athugasemda frá Skipulagsstofnun.

Nefndin samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum sem gerðar voru eftir ábendingu Skipulagsstofnunar og að það verði sent til staðfestingar.

3.Grenndarkynning - sjóvarnargarðar, Siglunesi

Málsnúmer 1109093Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september sl. var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi.

Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir viðkomandi svæði þarf framkvæmdin í grenndarkynningu áður en framkvæmdaleyfi er veitt.

Framkvæmd þessi er tvíþætt:
1.
Efnistöku fyrir áætlaða sjóvarnargarða þar sem áætlað magn er 1.200-1.600m³ og yfirborðsflatarmál 4.000-5.000m².
2.
Tvo aðskilda sjóvarnargarða, annar um 60 m að lengd og hinn um 20 m að lengd.

Framkvæmdinni er ætlað að verja tvö mannvirki, fiskverkunarhús og frístundahús, sem hætta er á að tjónist af völdum sjógangs. Sjóvarnargarðar verða reistir framan við hvort húsið. Áætlunin gerði ráð fyrir að opnuð yrði efnisnáma í námunda við fyrirhugaða sjóvarnagarða á Siglunesi til að halda kostaði niðri við framkvæmdina. Fallið var frá því að opna fyrirhugaða námu og þess í stað mun efnistaka fara fram í framhlaupi úr Nesnúp upp undir Siglunesvita, í landi Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar land nr. 142277, fastanúmer: 213-0028.
Vinnuvélar verða fluttar á staðinn á sjó með pramma sem staðsettur er að Siglufirði. Þeim verður ekið um á núverandi vegslóða sem liggur milli umræddra húsa og Siglunesvita. Þar sem gert er ráð fyrir að grjótnám og flutningur á því eigi sér stað á meðan frost er í jörðu ætti áhrifa vélanna ekki að gæta að miklu leiti, enda verði fylgstu varúðar gætt við notkun þeirra svo umhverfið hljóti ekki skaða af.
Athugasemdum við ofanskráða framkvæmd skal komið til deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar skriflega eða á netfangið armann@fjallabyggd.is eigi síðar en 1. nóvember 2011.







Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september sl. var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi. Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir viðkomandi svæði þarf framkvæmdin í grenndarkynningu áður en framkvæmdaleyfi er veitt. Framkvæmd þessi er tvíþætt: 1. Efnistöku fyrir áætlaða sjóvarnargarða þar sem áætlað magn er 1.200-1.600m³ og yfirborðsflatarmál 4.000-5.000m². 2. Tvo aðskilda sjóvarnargarða, annar um 60 m að lengd og hinn um 20 m að lengd. Framkvæmdinni er ætlað að verja tvö mannvirki, fiskverkunarhús og frístundahús, sem hætta er á að tjónist af völdum sjógangs. Sjóvarnargarðar verða reistir framan við hvort húsið. Áætlunin gerði ráð fyrir að opnuð yrði efnisnáma í námunda við fyrirhugaða sjóvarnagarða á Siglunesi til að halda kostaði niðri við framkvæmdina. Fallið var frá því að opna fyrirhugaða námu og þess í stað mun efnistaka fara fram í framhlaupi úr Nesnúp upp undir Siglunesvita, í landi Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar land nr. 142277, fastanúmer: 213-0028. Vinnuvélar verða fluttar á staðinn á sjó með pramma sem staðsettur er að Siglufirði. Þeim verður ekið um á núverandi vegslóða sem liggur milli umræddra húsa og Siglunesvita. Þar sem gert er ráð fyrir að grjótnám og flutningur á því eigi sér stað á meðan frost er í jörðu ætti áhrifa vélanna ekki að gæta að miklu leiti, enda verði fylgstu varúðar gætt við notkun þeirra svo umhverfið hljóti ekki skaða af. Athugasemdum við ofanskráða framkvæmd skal komið til deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar skriflega eða á netfangið armann@fjallabyggd.is eigi síðar en 1. nóvember 2011. Fjórar athugsemdir bárust tæknideild. Frá Hreini Magnússyni"Í fyrsta lagi er lagt til í greinagerð frá Siglingastofnun að hugsanlega sé hægt að finna nothæft grjót í framhlaupi úr Nesnúpum sem er upp undir Siglunesvita.Eftir lestur á greinagerð Siglingastofnunar er hvergi að finna neinar upplýingar um rannsóknir á því að nýtanlegt grjót í sjóvarnargarða finnist í framhlaupi úr Nesnúpnum bara huglægt mat um að kannski finnist nýtanlegt grjót.Um er að ræða áætlað magn frá 1.200 til 1.600 rúmmetra af grjóti í umrædda sjóvarnargarða sem verða tveir aðskildir garðar annar 60 metrar að lengd og hinn 20 metrar að lengd. Einnig er áætlað að umrædd grjótnáma nái yfir svæði sem er á bilinu 4.000 til 5.000 fermetri ( hálfur hektari að stærð).Hugmyndir Siglingastofnunar varðandi flutning á viðkomandi grjóti í garðana kemur til með að vera gert með nokkuð stórvirkum vinnuvélum. Ef við gefum okkur að flutningstæki taki á bilinu 4 til 6 rúmmetra af grjóti í hverri ferð er verið að tala um 400 til 600 ferðir miðað við 1.200 rúmmetra magn, flutningstækið fer með farm aðra leiðina en tóm hina leiðina. Ef magnið fer upp í 1.600 rúmmetra verða ferðirnar 534 til 800. Hugmyndir Siglingstofnunar eru að þessi flutningur fari fram á meðan frost er í jörð. Akstur aðra ferðina er áætlaður í kringum 1,1 km þ.e. 2,2 km báðar ferðir (lestaður - tómur). Við erum því að tala um akstur frá 880 til 1.760 km á verktímanum.Sá vegaslóði sem fyrir er á Siglunesi þarf því að styrkja nokkuð mikið til að þola þennan akstur því ætla má að fluningstæki sé í kringum 25 - 30 tonn að þyngd lestað og síðan 12 - 15 tonn ólestað, þó svo reyna eigi að aka þessu öllu á meðan frost er í jörð.Í öðru lagi er talað um í greinargerð Siglingastofnunar að allur búnaður, ökutæki og vinnuvélar, sem þarf til þessa framkvæmda verði flutt út á Siglunes með pramma (gamall herflutningaprammi) sem staðsettur er á Siglufirði.Þar sem ekki er sannað með rannsóknum að nýtanlegt grjót finnist í framhlaupi úr Nesnúpnum (huglægt mat Siglingastofnunar) teldi ég að nota ætti viðkomandi pramma til að flytja grjót í sjóvarnargarðana innan úr Siglufirði úr nýtanlegum námum þar. Það kæmi þá í veg fyrri landspjöll á Siglunesi, bæði vegna strykingar á vegslóða, sem yrði aldrei afturkræf, og fyrirhugaða grjótnámu sem yrði lýti á landinu í ókomna framtíð þar sem um er að ræða ósnortna náttúru í dag.Í þriðja lagi samkvæmt greinargerð frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands þar sem tekið er fram að framkvæmdin sé ætluð til að verja 2 hús, annars vegar "illa farna" skemmu sem áður var nýtt sem fiskverkunarhús og hins vegar frístundahús.Í stað þess að fara í mjög kostaðarsamar aðgerðir við að verja nánast ónýtt fiskverunarhús sem ekki er notað í dag og frístundahús, væri ekki bara betra að greiða viðkomandi aðilum þann kostnað sem telst af því að rífa annars vegar fiskverkunarhúsið og hins vegar að færa frístundahúsið ofar inn í landið? Til viðmiðunar varðandi útlagðan kostnað við áður nefndar framkvæmdir gæti Siglingastofnun lagt fasteignamat viðkomandi eigna til viðmiðunar.Að lokum vil ég koma því að hér að samkvæmt kostnaðaráætlun Siglingastofnunar telur hún að heildarframkvæmdin við að verja fiskverkunarhús Stefán Einarssonar hljóða upp á kr. 3.9 milljónir miðað við verðlag 2007. Hvergi er að finna í gögnum Siglingastofnunar heildarkostnað við að verja frístundahúsið. Ætla má því frá þeim gögnum að heildarkostnaður framkvæmdanna við vörn beggja húsanna yrði kr. 3.9 milljónir miðað við verðlag 2007.Eftir að hafa verið í sambandi við aðila sem er kunnugur svona framkvæmdum telur hann í grófum dráttur að kostnaðaráætlun Siglingastofnunar sé allt of lág og taldi hann kostnaður við þessa framkvæmd liggja á bilinu 8 til 10 milljónir. En hann sagði einnig að það væri mikið undir grjótinu komið sem nota á í garðana hvernig það vinnist úr ætlaðri námu og væri kostnaður fljótur að rjúka upp ef illa gengur að vinna grjótið.Að þessu ofanskrifuðu fer ég undirritaður fram á það við skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar að ekki verði gefin út framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda varðandi efnistöku úr hugsanlegri grjótnámu í Nesnúpnum, upp undir Siglunesvita, þar sem í fyrsta lagi er um hugsanlega grjótnámu að ræða en ekki raunverulega grjótnámu. Í öðru lagi neikvæð umhverfisáhrif vegna vegalagningar og í þriðja lagi geti kostnaður við framkvæmdina hlaupið á tugum milljóna þar sem fyrirhugað efnistökusvæði er byggt á huglægu mati Siglingastofnunar en ekki raunmati styrkt með rannsóknum." Frá Önnu Hildigunni Jónasdóttur"Góðan daginn Ármann Ég er búsett í Danmörku og fékk nýlega póst varðandi grenndarkynningu vegna sjóvarna á Siglunesi. Ég hef ekki áhuga á ofangreindri framkvæmd. Ég óska eftir að hún fari ekki fram." Frá Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur f.h. landeigenda Siglunes 4,5 og 6, Guðmundar Magnússonar eins landeiganda Siglunes3, Sigrúnar Bjargar Einarsdóttur eins landeiganda Siglunes 7 og Einars Jónssonar eins landeiganda Siglunes 1."Vísað er til bréfs Fjallabyggðar, dags. 21. september sl. um grenndarkynningu ? sjóvarnir á Sigluensi. Í bréfinu kemur m.a. fram að á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 7. sepember sl. hafi verið samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeiganda á Siglunesi. Þar sem ekkert deiliskipulag sé til fyrir viðkomandi svæði þurfi framkvæmdin að fara í grenndarkynningu áður en framkvæmdarleyfi sé veitt. Jafnframt kemur fram í bréfinu að framkvæmdin sé tvíþætt, annars vegar sé um efnistöku fyrir áætlaða sjóvarnargarða að ræða þar sem áætlað magn sé 1.200 til 1.600 rúmmetrar og yfirborðsflatarmál 4.000-5.000 fermetrar og hins vegar sé um tvo aðskilda sjóvarnargarða að ræða en annar sé um 60 m. að lengd en hinn um 20 m. að lengd. Að lokum kemur fram að fallið hafi verið frá því að opna efnisnámu í námundan við fyrirhugaða sjóvarnargarða og í þess stað muni efnistaka fara fram í framhlaupi úr Nesnúpi undir Siglunesvita í landi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar. Vinnuvélar yrðu fluttar á staðinn sjóleiðis og ekið um núverandi vegslóða sem liggur frá fjöru upp í vita. Gert sé ráð fyrir að grjótnám og flutningur eigi sér stað á meðan frost er í jörðu og því eigi áhrifa vélanna ekki að gæta að miklu leyti, enda verði fylgstu varúðar gætt við notkun þeirra svo umhverfið hljóti ekki skaða af. Áður en vikið er að því að gera efnislegar athugsaemdir við grendarkynninguna er rétt að benda sérstaklega á bréf landeiganda að Siglunesi 4, 5 og 6, dags. 25. febrúar sl. til bæjarstjórnar en það bréf varðaði einnig efnistöku á Siglunesi og á það einnig við í máli þessu svo og athugasemdir sömu eigenda við tillögum að Aðalskipulagi Fjallabyggðar. Umræddir landeigendur eru eigendur 46% alls lands á Siglunesi. Vitalandið (land Hjalta Einarssonar); Hvað varðar þann hluta grenndarkynningarinnar sem snýr að efnistöku í landi Hjalta Einarssonar, svokölluðu vitalandi, þá er að mati landeiganda alveg ljóst að 1.200-1.600 rúmmertrar eða um 3000-4000 tonn af efni hafa ekki fallið úr Nesnúp á þeim stað. Því er á umræddu landi ekki að finna það magn af efni sem þarf í umræddar sjóvarnir. Á meðfylgjandi teikningu má sjá stærð vitalandsins sem í dag er í eigu Hjalta Einarssonar og svo og ljósmynd af sama landi. Af myndinni má sjá svo ekki verði um villst að svo til ekkert efnismagn er á þessum tiltekna stað. Landið fyrir utan vitalandið er hins vegar í óskiptri sameign annar landeigenda og því ljóst að ekkert efni verði tekið þar nema með samþykki umræddra eigenda. Einnig vilja landeigendur benda á að við vitalandið er að finna þekkt refagreni. Samkvæmt reglugerð nr. 437/1995 um refa- og minnkaveiðar er óheimilt að eyðileggja greni, sbr. 7. gr. Viðurlög við slíku varða sektum, varðhaldi eða fangelsi, sbr. 12. gr. reglugerðarinnar. Umrædd grjóttínsla mun óhjákvæmilega hafa í för með sér eyðilegginu umræddra grenja. Loks vilja landeigendur koma á framfæri að bergið í Nesnúpnum er annað hvort blágrýti eða basalt en slíkt berg getur verið sérstaklega óheppilegt í sjóvarnir eins og raunin varð með sjónvarnargarð í Grímsey en hann sópaðist á sínum tíma í burtu í brimi. Ekkert mat hefur farið fram á gæðum þess bergs sem nota á úr vitalandinu til umræddra sjóvarna. VegslóðinnHvað varðar vegslóðann, sem flytja á efnismagnið þá er hann í sameign eigenda. Með samkomulagi landeigenda dags. 23. maí 1939 var ákveðið að vegurinn væri ætlaður til umferðar, sameiginlega fyrir eigendur en upphaflega var aðeins um reiðveg að ræða og hefur hann verið þarna frá því að búseta hófst á Siglunesi. Vegslóðinn liggur um mýrlendi og var lagður ofan á þykkt mólag og er skurður meðfram honum að suðaustan. Slóðinn er gerður af þunnu efni úr skriðum sem lagt var ofan á mólagið. Umræddur vegaslóði liggur m.a. að Þormóðshúsi sem er sumarhús landeigenda Siglunes 4, 5 og 6, sumarhúsi barna Erlends Hreinssonar, sem eru m.a. landeigendur að Siglunesi 3 og áfram að vitanum og endar hann við Reyðará. Við komu hermanna á Siglunes í seinni heimstyrjöldinni var strax ljóst að vegslóðinn myndi ekki bera tæki þeirra og tól og var reynt að styrkja hann með því að setja undir hann sandpoka. Eftir þá aðgerð bar slóðinn að einhverju leyti tæki þeirra. Ekki var þó um þung tæki að ræða. Í dag er slóðinn því í sama ástandi og hann var árið 1945. Það er með ólíkindum að fyrirhugað sé að flytja um 3000-4000 tonn af efni eftir grjóttínslu á þungum vinnuvélum, eftir vegarslóðanum. Flutningur á slíku efnismagni kallar á um 200 ferðir fram og til baka eftir vegarslóðanum og er það alveg ljóst að hann mun ekki þola slíka flutninga.Röksemdir þær sem fram hafa komið um að umræddir flutningar muni fara fram þegar frost er í jörðu mega sín lítils. Af meðfylgjandi gögnum frá Veðurstofu Íslands má sjá að slíkt viðvarandi frost hefur ekki verið á Siglunesi undanfarna vetur. Í raun hefur frost farið niður fyrir -5°C í aðeins 5-6 daga á ári sl. 5. ár. Ekkert frost hefur því verið í jörðu á Siglunesi sl. 5 ár og í ljósi hlýnandi loftslags getur liðið langur tími þangað til það verður. Styrking vegarins dugar að sama skapi skammt. Til að vegurinn beri þyngd fullhlaðinnna þungavinnuvéla þyrfti hreinlega að byggja hann upp á nýtt. Slíkt verður aftur á móti ekki gert nema með leyfi og sátt landeigenda. Að teknu tilliti til ofangreinds verður ekki fallist á að umræddur vegslóði sem er í sameign eigenda verði notaður í þá efnisflutninga sem fyrirhugað er. Í því sambandi er m.a. vísað til eignaréttarákvæðis stjórnarskrár Íslands en samkvæmt því ákvæði verða allar skerðingar á eignaréttindum að byggja á skýrri og ótvíræðri lagastoð. Að mati landeigenda er óumdeilt að umræddur vegslóði er í einkaeigu landeigenda og því verði efni ekki flutt eftir vegslóðanum nema með samþykki þeirra. FornminjarSíðast liðin sumur hafa nokkrir fornleifafræðingar staðið í uppgreftri á Siglunesi og hafa nokkrir merkir munir fundist og má þar helst nefna taflmann sem vakið hefur heimsathygli. Umræddir fornleifafræðingar munu koma aftur næsta sumar og halda áfram næstu ár þar sem þeir telja alveg ljóst að margar og merkar fornminja séu í jörð á Siglunesi, enda hafi staðurinn verði í byggð frá upphafi Íslandsbyggðar. Ljóst er að jarðrask við vitann og eyðilegging á vegslóðanum muni hafa veruleg áhrif á þær rannsóknir og hugsanlega valda ómetanlegu tjóni á fornminjum. Nánar má lesa um umræddar fornleifarannsóknir í skýrslu um fornleifaskráningu í Hvanneyrarhreppi II: Minjar í Siglufirði (sunnan Siglufjarðabæjar og austan fjarðar), Héðinsfirði og Hvanndölum. Fornleifastofnun Íslands, FS391-04042. Landeigendur benda einnig á að samkvæmt lögum nr. 107/2001 eru alllar fornleifar á Íslandi friðhelgar. ”Fornleifum má engin, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja“, sbr. 10. gr. laganna. Sjóvarnir; Landeigendur hafa einnig verulegar efasemdir um eignarheimildir Stefáns Einarssonar varðandi land það sem fiskvinnslan stendur á og sem verja skal með sjóvörnum. Umrædd fiskvinnsla stendur í óskiptu landi landeigenda og var hún byggð í óþökk þeirra. Mótmælum landeigenda við bygginu umræddrar fiskvinnslu var komið á framfæri við byggingafulltrúan á Siglufirði með bréfi dags. 24. ágúst 1978 og eru þau ítrekuð hér með. Í ljósi framangreinds telja landeigendur lögbundnar heimildir Stefáns til að krefjast sjóvarna framan við umrædda fiskvinnslu ekki vera fyrir hendi. Neðangreindir eigendur Siglunes 1, 3, 4, 5, 6 og 7 áskilja sér allan rétt til að beita þeim úrræðum sem kunna að reynast nauðsynleg vegna máls þessa. Einnig óska þeir eftir að eiga fund með skipulagsnefnd til að skýra sjónarmið sín og röksemdir." Meðfylgjandi;- Teikning af vitalandi, - Gögn frá Veðurstofu Íslands um hitamælingar á Siglunesi sl. 5 ár.- Ljósmyndir af vitalandinu- Yfirlýsing tiltekinna landeigenda þar sem sjónarmið þeirra eru áréttuð.Frá Alberti Hauki Gunnarssyni, Ástu Margréti Gunnarsdóttur og Þorbirni Hrafni Gunnarssyni."Það er einlæg trú okkar að vegurinn frá vita og niður að sjó á Siglunesi þoli alls ekki þessa þungaflutninga sem fyrirhugaðir eru vegna umræddra sjóvarna við fiskverkunarhús Stefáns Einarssonar og frístundahús afkomenda Jóns Björnssonar.Rætt er um að flutningar þessir muni fara fram meðan "frost er í jörðu". Það er mjög teygjanlegt hugtak og vitað að sum undanfarin ár hefur gras verið farið að grænka, víða á Nesinu, úppúr miðjum febrúar. Þá hefur varla verið mikið frost í jörðu.Við erum því alfarið á móti því að þessum flutningum verði hleypt á veginn.Verði þetta hins vegar heimilað, viljum við fara þess á leit að það verði gert með þeim skilyrðum að framkvæmdaaðili gefi út ákveðna dagsetningu verkloka og setji fullnægjandi tryggingu fyrir því að vegurinn og umhverfi hans verði fært í jafngott ástand og var áður en framkvæmdir hófust og þeirri lagfæringu verði lokið eigi síðar en 90 dögum eftir dagsetningu verkloka.Viljum við að Umhverfisráðuneytið, sem nú þegar er umsagnaraðili, ábyrgist fullnustu þess verks.Einnig viljum við benda á að fiskverkunarhúsið er eftir okkar bestu vitund reist á óskiptu landi, án samþykkis verulegs hluta landeigenda.Okkur finnst óeðlilegt að veitt sé fé úr opinberum sjóðum til að verja eign sem við teljum reista í óleyfi landeigenda á óskiptu landi og finnst eðlilegt að fiskverkunarhúsið verði fjarlægt, ásamt grunni íbúðarhúss Stefáns, sem við teljum að einnig sé á óskiptu landi.Ennfremur að greinargerð sú um "Landbrot Siglunesi" er fylgir grenndarkynningunni er algjörlega óviðkomandi sjóvörnum við þessi tvö hús. Varnir þessara tveggja húsa munu hafa engin, eða hverfandi áhrif á þá landeyðingu sem fjallað er um í þeirri greinargerð."Nefndin frestar afgreiðslu og felur tæknideild að fá lögfræðiálit á málinu.


4.Grjóthleðsla við Lindargötu 20 Siglufirði

Málsnúmer 1111037Vakta málsnúmer

Frá húseigendum að Lindargötu 20 hefur borist ósk um að sveitarfélagið lagi grjóthleðslu á lóð þeirra eftir framkvæmdir við stíg sem liggur norðan megin við lóðina. Hróflað var við grjóthleðslu á lóðinni og ekki lagfært að framkvæmdum loknum.

 

Nefndin felur tæknideild að ljúka málinu.

5.Landskipulagsstefna 2012 - 2024

Málsnúmer 1111007Vakta málsnúmer

Einar Jónsson verkefnisstjóri í landsskipulagsstefnu fyrir hönd Skipulagsstofnunar sendir inn erindi þar sem sveitarfélaginu er boðið að eiga fulltrúa á samráðsvettvangi við mótun landsskipulagsstefnu.

Nefndin vísar málinu til ákvarðanatöku í bæjarráði.

 

6.Lausaganga búfjár í Fjallabyggð

Málsnúmer 1111005Vakta málsnúmer

Brynjólfur Jónsson fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands sendir inn erindi þar sem óskað er eftir svörum frá bæjarstjórn Fjallabyggðar varðandi lausagöngu búfjárs í sveitarfélaginu.  Með hvaða hætti sveitarfélagið ætlar að tryggja Landgræðsluskógarsvæði á Siglufirði og Ólafsfirði fyrir ágangi búfjár?   Hvort fram hafi farið mat á beitarþoli þeirra haga og afréttalanda sem viðkomandi fé er ætlað og er fjöldi þess fjár sem Fjallabyggð hefur heimilað í samræmi við niðurstöður þess.  Verða skyldur búfjáreigenda hvað varðar beitarstjórnun með þeim hætti að fé verði haldið í girðingarhólfum.

Nefndin bendir á að langt er komið með að girða af skógræktina. Einnig bendir nefndin á bókun 114. fundar nefndarinnar sem er: "Nefndin hafnar erindinu þar sem engin skilgreind afrétt er í Siglufirði, en gera ekki athugasemd að sauðfé sé sleppt á afrétt í Ólafsfirði." og bókun bæjarstjórnar frá 65. mál 9.4: "fresta afgreiðslu þessa liðar".

7.Ný skipulagsreglugerð

Málsnúmer 1009097Vakta málsnúmer

Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að skipulagsreglugerð og að hún berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. desember nk.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við fram komin drög að skipulagsreglugerð.

8.Smáhýsi, við Hlíðarveg

Málsnúmer 1108056Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar 24. ágúst sl. var samþykkt að umsókn húseigenda við Hlíðarveg 1, Siglufirði um að fá leyfi til að reisa 3 gestahús á lóð sinni færi í grenndarkynningu.

Húsin sem óskað er eftir að fá leyfi til að reisa eru 25 m² að stærð ásamt 8 m² sólpalli. Leitast verður við að láta þau falla vel að umhverfinu sínu, en lóðin er skógi vaxin. Hugmyndin er að hefja rekstur gistiheimilis að Hlíðarvegi 1 sem markaðssett verður sérstaklega fyrir erlenda ferðamenn. Starfsmaður mun ávalt vera til staðar enda verður boðið upp á fulla þjónustu, þ.e.a.s upp á búin rúm og morgunverð, svo ekki á að skapast ónæði frá gestum í þessum rólega hluta Siglufjarðar.
Athugasemdum við ofanskráða tillögu skal komið til deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar skriflega eða á netfangið armann@fjallabyggd.is eigi síðar en 1. nóvember 2011.

Sex athugasemdir bárust tæknideild.

Frá Gísla Kjartanssyni

"Undirritaður f.h. fimm eigenda einb. hússins að Hlíðarvegi 1c, Siglufirði, hafnar því að veitt verði leyfi til að reisa þrjú smáhýsi/gestahús á lóð Hlíðarvegs 1.

Þar sem veginum að húsum nr. 1c,3c,7b og 7c við Hlíðarveg hefur ekki verið komið í endanlegt horf, tel ég að ekki sé stætt á að leyfi meiri umferð um þann hluta vegarins sem líklegt er að verði með tilkomu fleiri bygginga á svæðinu.

Ennig tel ég staðsetningu húsanna á lóðinni óviðunandi með öllu."

Frá Önnu M. Jónsdóttur

"Ég undirrituð sem íbúi Fjallabæjar, mótmæli smáhýsi, sem íbúi Hlíðarvegar 1, er að sækja um að fá að reisa.

Mér finnst ekki gott að gefa fordæmi fyrir sumarhúsum um allan bæ, þegar búið er að skipuleggja svæði, uppá Saurbæjarás sumarbústaða byggð."

Frá nokkrum íbúum í Siglufirði

"Nýlega samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins að vísa til grenndarkynningar umsókn húseiganda að Hlíðarvegi 1 á Siglufirði um að reisa smáhýsi á lóð sinni.  Samkvæmt bréfi sveitarfélagsins náði kynningin til eigenda og leigutaka í húsum nr. 1c, 3, 3c, 4, 5, 7b, og 7c við Hlíðarveg.  Undirritaðir íbúar í sveitarfélaginu eru ekki í hópi þeirra sem kynningin náði til, en samkvæmt skipulagslögum er sveitarstjórn í sjálfsvald sett að meta hverjir þeir aðilar eru sem telja megi þeirra sem hagsmuna hafi að gæta.

Engu að síður telja undirritaðir að þeim sé rétt og skylt að gera athugsemdir við fyrirhugaða framkvæmd, þar sem um sé að ræða stefnubreytingu á skipulagsmálum, verði hún samþykkt.  Ljóst má vera af kynningu á umsókninni að þarna sé um að ræða hús af samskonar hönnun og algeng eru í sumarhúsabyggðum þeim sem víða er að finna um landið.  Samkvæmt deiliskipulagi Fjallabyggðar er skipulagt sérstakt svæði fyrri sumarhús á Saurbæjarás.  Við teljum að með því að heimila framkvæmdina sé í raun verið að heimila byggingu slíkra húsa innan íbúðarhúsabyggðar á Siglufirði sem gæti leitt til þess að fjöldi slíkra húsa myndi rísa á næstu árum og breyta ásýnd byggðarinnar úr bæjarfélagi og í sumarhúsabyggð.

Að auki teljum við að atvinnurekstur af þessu tagi henti mjög illa við götu eins og Hlíðarveg þar sem honum muni óhjákvæmilega fylgja bæði aukin umferð og verulegt ónæði fyrir íbúa götunnar og nágrenni þess."

Frá eigendum Hlíðarvegar 7C

" Við, eigendur Hlíðarvegar 7c viljum koma á framfæri athugasemdum við sumarhús sem á að setja við Hlíðarveg 1.  Við höfum ekkert á móti húsunum sem á að setja  á lóðina en hins vegar höfum við áhyggjur af þáttum eins og sorphirðu, umferð í og við húsin og aðkomu neyðaraðstoðar við húsin.

1. Við íbúar og eigendur húsa við Hlíðarveg höfum búið við það að sorp sé ekki tekið við húsin og ástæðan liggur í því sem okkur er að sagt að srophirðubíll bæjarins kemst ekki upp brekkuna og getur því ekki tekið sorpið okkar.  Því þurfum við að sjá sjálf um að koma sorpinu okkar í sorphirðu bæjarins.  Því langar okkur að vita hvort að hugað hafið verið að því hvernig verði með sorphirðu við húsin, hvort að sorptunna verði við hvert hús og hvort að hugsað hafi verið fyrir því hvar og hvernig sorpið verður losað?

2.  Annað sem veldur töluverðum áhyggjum er hvað umferð að húsunum er hugsuð?  Það er að segja hvort að bílastæði við húsin verði í eða við Hlíðarveg þar sem vegurinn er þröngur, í frekar slæmu ásigkomulagi og bílastæði við götuna eru enginn efst í götunni.  Vegurinn, eins og í því ásigkomulagi og hann er í dag mun ekki hafa undan við frekari umferð og ef umferð á að vera í brekkunni í Hlíðarveg þarf að bæta ástand vegarins til muna svo það sé bara hægt.

3.  Þriðja atriðið lítur að aðkomu neyðarbíla, það er slökkviliðsbíls eða sjúkrabíls við húsin ef umferð að húsunum verður á Hlíðarvegi sérstaklega þar sem sorphirðubíll kemst ekki upp veginn þá er hættan töluverð ef kviknar í einhverju húsanna og neyðarbíll kemst ekki að.

Á meðan óvissa er enn með þessa þætti í þessu máli þá erum við ekki samþykk því að þessi hús verði sett við götuna."

Frá Friðbirni Björnsyni og Kristínu Guðbrandsdóttur

" Vísað er í bréf tæknifulltrúa Fjallabyggðar dags. 26.09.2011 varðandi ofangreint efni.

Við undirrituð, eigendur húseignarinnar að Hlíðarvegi 3c, lýsum hér með yfir andstöðu okkar við að veitt verði leyfi til að reisa þrjú gestahús á lóðinni að Hlíðarvegi 1.

Í fyrsta lagi teljum við að ekki sé fært að fara í slíkar framkvæmdir fyrr en vegurinn upp að húsunum við Hlíðarveg nr. 1c, 3c, 7b og 7c hefur verið endurhannaður og honum komið í endanlegt horf.

Í öðru lagi teljum við staðsetningu gestahúsanna óviðunandi, þ.e. gestahús nr. 2 og 3 eru of ofarlega í lóðinni og þannig of nálægt húsi nr. 1c og fyrirhuguðu vegarstæði."

Frá Arnfinnu Björnsdóttur og Eysteini Aðalsteinssyni

"Við eigendur tveggja íbúða að Hlíðarvegi 3 Sigluf. viljum taka það fram varðandi þessa grenndarkynningu að okkur fellur ekki alkosta að hús nr. 3 á meðfylgjandi teikningu stendur alltof nálægt húseign okkar og ólöglega við lóðarmörk.

Ef þessi umsókn verður leifð mætti færa þetta hús suður fyrir húsið (að Hlíðarvegi 1) í trjágróður þar eða bara sleppa því.

Hin tvö  húsin á teikningunni virðast falla inn í trjágróður þar sem þeim er ætlað að standa.  Einnig finnst okkur að meta verði hvort þessi smáhýsabyggð, inni í svo friðsælu íbúahverfi eins og er, muni rýra verðmæti íbúðaeigna okkar og hvort ekki sé verið að skapa þarna fordæmi smáhýsabyggðar í íbúðabyggðinni, sem er búið að skipuleggja og auglýsa til umsóknar á Saurbæjarás handan fjarðar."

 

Nefndin hafnar erindinu vegna framkominna athugasemda eftir grenndarkynningu.

9.Snjóflóðavarnir í Siglufirði - staða framkvæmda

Málsnúmer 1106111Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 1. nóvember, er varðar framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Siglufirði á svæðinu "Fífladalir norður."

Þar kemur fram að ætlunin sé að hefja framkvæmdir með stuðningi sjóðsins á árinu 2013. Ætlunin er að ljúka öllum framkvæmdum fyrir árið 2016.

Lagt fram til kynningar og er erindinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
Það er skoðun bæjarráðs að svörin séu nægjanlega skír til að hægt sé að fá deiliskipulag við Snorragötu samþykkt hjá Skipulagsstofnun.

Nefndin telur rétt í ljósi framlagðra upplýsinga að ítreka óskir um að deiliskipulag við Snorragötu verði staðfest af Skipulagsstofnun.

10.Tískuhornið - skilti

Málsnúmer 1111021Vakta málsnúmer

Sigurbjörn Pálsson óskar eftir að fá að setja skilti á húseignina Suðurgötu 6, Siglufirði skv. meðfylgjandi mynd.

Nefndin samþykkir erindið.

11.Spennistöð við Hverfisgötu

Málsnúmer 1111022Vakta málsnúmer

Pétur Vopni Sigurðsson fyrir hönd Rariks sækir um lóð við Hverfisgötu fyrir spennistöð.  Ákveðið hefur verið að leggja niður spennistöð, sem nú er í íbúðarhúsi að Suðurgötu 47 á Siglufirði, og koma spenni og rofabúnaði fyrir í sérbyggðri spennistöð.  Einnig er sótt um leyfi nefndarinnar að hefja ekki framkvæmdir á lóðinni fyrr en framkvæmdafé til flutnings stöðvarinnar verður veitt, en framkvæmdaráætlun liggur ekki fyrir.

Nefndin samþykkir úthlutun á lóð en bendir á að undangenginni grenndarkynningu verði byggingarleyfi veitt.

12.Pallasmíð og viðbygging við Hvanneyrarbraut 22b Siglufirði

Málsnúmer 1105148Vakta málsnúmer

Lögð fram teikning af Hvanneyrarbraut 22b með áritunum nágranna fyrir samþykki sínu á viðbyggingunni.

Erindi samþykkt og tæknideild falið að gefa út byggingaleyfi. 

Fundi slitið - kl. 17:00.