Beiðni um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1110131

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 16.11.2011

Rósa Jónsdóttir fyrir hönd stjórnar Golfklúbbs Ólafsfjarðar óskar eftir leyfi til að gera breytingar á golfvelli Ólafsfjarðar skv. meðfylgjandi teikningum.  Áætlað er að vinna að þessum breytingum næstu 10 árin.

Erindi samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 244. fundur - 31.01.2012

Þann 26. október 2011 sótti formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar um leyfi til breytinga á umræddum velli í samræmi við teikningar af svæði því sem Golfklúbburinn hefur fengið úthlutað.

Skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi erindið á 125. fundi sínum þann 16. nóvember 2011.

Bæjarráð hefur nú fengið staðfest að deiliskipulag vallarins er innan marka aðalskipulagsins og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði staðfest.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá afnotasamningi við Golfklúbbinn og leggja fram til samþykktar hið fyrsta.