Snjóflóðavarnir í Siglufirði - staða framkvæmda

Málsnúmer 1106111

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 219. fundur - 28.06.2011

Lögð fram skýrsla Verkfræðistofu Siglufjarðar um stöðu framkvæmda við snjóflóðavarnir í Siglufirði.
Í skýrslunni er lagt til að Fjallbyggð hefji viðræður við Umhverfisráðuneyti og stjórn Ofanflóðasjóðs um gerð framkvæmdaáætlunar um að ljúka stoðvirkjagerð í Siglufirði, sem miði að því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindi til Umhverfisráðuneytis og stjórnar Ofanflóðasjóðs varðandi málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 08.11.2011

Borist hefur bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 1. nóvember, er varðar framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Siglufirði á svæðinu "Fífladalir norður."

Þar kemur fram að ætlunin sé að hefja framkvæmdir með stuðningi sjóðsins á árinu 2013. Ætlunin er að ljúka öllum framkvæmdum fyrir árið 2016.

Lagt fram til kynningar og er erindinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
Það er skoðun bæjarráðs að svörin séu nægjanlega skír til að hægt sé að fá deiliskipulag við Snorragötu samþykkt hjá Skipulagsstofnun.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 16.11.2011

Borist hefur bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 1. nóvember, er varðar framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Siglufirði á svæðinu "Fífladalir norður."

Þar kemur fram að ætlunin sé að hefja framkvæmdir með stuðningi sjóðsins á árinu 2013. Ætlunin er að ljúka öllum framkvæmdum fyrir árið 2016.

Lagt fram til kynningar og er erindinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
Það er skoðun bæjarráðs að svörin séu nægjanlega skír til að hægt sé að fá deiliskipulag við Snorragötu samþykkt hjá Skipulagsstofnun.

Nefndin telur rétt í ljósi framlagðra upplýsinga að ítreka óskir um að deiliskipulag við Snorragötu verði staðfest af Skipulagsstofnun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 244. fundur - 31.01.2012

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 11. janúar 2012, þar sem gerðar eru athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykki deiliskipulagsins við Snorragötu í B-deild Stjórnartíðinda, þar sem ekki liggur fyrir aðgerðaráætlun um aðgerðir sveitarstjórnar varðandi byggingu hótels á svæði A og B, skv. 18. og 19. gr. reglugerðar um hættumat.

Bæjarstjóri upplýsti að hann hefði strax haft samband við Umhverfisráðuneytið og að verið sé að vinna umrædda aðgerðaráætlun í samræmi við áætlanir um ofanflóðavarnir. Fyrstu drög liggja nú fyrir og verða ræddar á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma umræddum framkvæmdum, í samstarfi við Ofanflóðasjóð, af stað strax þannig að undirbúningur geti farið fram á árinu 2012.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14.02.2012

Lagt fram til kynningar framkvæmdaáætlun vegna snjóflóðavarna í Siglufirði 2012-2020.
Fyrirhugaður er fundur Umhverfisráðuneytis í næsta mánuði til yfirferðar á forsendum framkvæmdaáætlunarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því að fulltrúi sveitarfélagsins fái að sækja þennan fund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20.03.2012

Skýrsla frá Verkfræðistofunni á Siglufirði sf. lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 253. fundur - 04.04.2012

Lagt fram til kynningar svarbréfi Umhverfisráðuneytis f.h. Ofanflóðanefndar dagsettu 22. mars 2012, varðandi framvkæmdir við upptakastoðvirki í Hafnarhyrnu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 255. fundur - 24.04.2012

Fjallabyggð hefur gert framkvæmdaáætlun um að ljúka uppsetningu stoðvirkja ofan við byggðina á Siglufirði, á árabilinu 2012 til 2020, og hefur fyrsti hluti þessarar áætlunar verið samþykktur af Ofanflóðasjóði með fyrirvara um fjárveitingu á fjárlögum.

Fyrirhugað er að aðal framkvæmdir hefjist vorið 2013, en á þessu ári verði unnin sú undirbúningsvinna, sem er forsenda þess að unnt verði að hefja vinnu við stoðvirkin strax þegar snjóa leysir vorið 2013.  

Skipulagsstofnun hefur bent á að áður en framkvæmdaleyfi er gefið út fyrir bráðabirgðavegi að stoðvirkjasvæði í Fífladölum, þarf að leita eftir meðmælum Skipulagsstofnunar samkvæmt 1. tölulið ákvæða til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.

Í bréfi til Skipulagsstofnunar dagsettu 20. apríl 2012 fer bæjarstjóri f. h. Fjallabyggðar fram á meðmæli stofnunarinnar vegna framkvæmdaleyfis fyrir lagningu á bráðabirgðavegi að stoðvirkjasvæði í Fífladölum á Siglufirði.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 260. fundur - 05.06.2012

Undir þessum dagskrárlið komu á fund bæjarráðs fulltrúi Ofanflóðasjóðs, Hafsteinn Pálsson, fulltrúi Framkvæmdasýslu ríkisins, Guðmundur Pálsson og Flosi Sigurðsson frá Verkís.
Einnig deildarstjóri tæknideildar Ármann V Sigurðsson og bæjarfulltrúarnir Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Ingvar Erlingsson.

Farið var yfir tímasetningar varðandi fyrirhugaða vegalagningu að vinnusvæði  og byggingu stoðvirkja í Hafnarfjalli yfir byggðinni í Siglufirði.

Beðið er svara frá Skipulagsstofnun vegna vegalagningarinnar og í framhaldinu er fyrirhugað að halda íbúafund vegna framkvæmdarinnar. 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 261. fundur - 19.06.2012

Lögð fram eftirtalin gögn.

1. Bréf frá Skipulagsstofnun frá 1. júní 2012.

2. Auglýsing um opinn fund í ráðhúsi bæjarfélagsins fimmtudaginn 28. júní kl. 20.00.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 268. fundur - 28.08.2012

Tilboð í framkvæmdir við bráðabirgðaveg við Snjóflóðavarnir á Siglufirði voru opnuð þann 8. ágúst s.l. hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.
Fimm gild tilboð bárust:
Norðurtak ehf. 13.715.000 - 49,10% af kostnaðaráætlun
ÍSAR ehf. 13.745.000 - 49,21%
Finnur ehf. 19.448.700 - 69,63%
G. Hjalmarsson hf. 25.400.000 - 90,94%
Reisum ehf. 30.885.000 - 110,58%

Kostnaðaráætlun 27.931.000 - 100,00%

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur lokið yfirferð tilboða í verkið og mælir með því að tilboði Norðurtaks ehf. að fjárhæð kr. 13.715.000 verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Norðurtaks ehf.