Lausaganga búfjár í Fjallabyggð

Málsnúmer 1111005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 16.11.2011

Brynjólfur Jónsson fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands sendir inn erindi þar sem óskað er eftir svörum frá bæjarstjórn Fjallabyggðar varðandi lausagöngu búfjárs í sveitarfélaginu.  Með hvaða hætti sveitarfélagið ætlar að tryggja Landgræðsluskógarsvæði á Siglufirði og Ólafsfirði fyrir ágangi búfjár?   Hvort fram hafi farið mat á beitarþoli þeirra haga og afréttalanda sem viðkomandi fé er ætlað og er fjöldi þess fjár sem Fjallabyggð hefur heimilað í samræmi við niðurstöður þess.  Verða skyldur búfjáreigenda hvað varðar beitarstjórnun með þeim hætti að fé verði haldið í girðingarhólfum.

Nefndin bendir á að langt er komið með að girða af skógræktina. Einnig bendir nefndin á bókun 114. fundar nefndarinnar sem er: "Nefndin hafnar erindinu þar sem engin skilgreind afrétt er í Siglufirði, en gera ekki athugasemd að sauðfé sé sleppt á afrétt í Ólafsfirði." og bókun bæjarstjórnar frá 65. mál 9.4: "fresta afgreiðslu þessa liðar".