Spennistöð við Hverfisgötu

Málsnúmer 1111022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 16.11.2011

Pétur Vopni Sigurðsson fyrir hönd Rariks sækir um lóð við Hverfisgötu fyrir spennistöð.  Ákveðið hefur verið að leggja niður spennistöð, sem nú er í íbúðarhúsi að Suðurgötu 47 á Siglufirði, og koma spenni og rofabúnaði fyrir í sérbyggðri spennistöð.  Einnig er sótt um leyfi nefndarinnar að hefja ekki framkvæmdir á lóðinni fyrr en framkvæmdafé til flutnings stöðvarinnar verður veitt, en framkvæmdaráætlun liggur ekki fyrir.

Nefndin samþykkir úthlutun á lóð en bendir á að undangenginni grenndarkynningu verði byggingarleyfi veitt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 208. fundur - 07.12.2016

Nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina að Hverfisgötu 36 lagður fyrir nefnd. Áður hafði nefndin samþykkt að úthluta lóð undir spennistöð Rarik þann 16.11.2011.

Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.