Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

121. fundur 07. september 2011 kl. 16:30 - 16:30 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson varaáheyrnarfulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Deiliskipulag Hóls- og Skarðsdals

Málsnúmer 1010082Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi útivistarsvæði í Hóls- og Skarðsdal, Siglufirði.  Skipulagssvæðið er sunnan kaupstaðarins Siglufjarðar og einkennist af fjalllendi og jökulsorfnum dölum.  Stefna skipulagsins felur í sér að sameina ólíka þætti útivistar sem og uppbyggingu í skógrækt.  Skipulagssvæðið afmarkast af sveitarfélagsmörkum í Skarðsdal og þéttbýlisuppdrætti í Hólsdals til vestur og suðurs, af stofnvegi Héðinsfjarðarganga og skipulagsmörkum hesthúsasvæðis til norðurs.  Svæðið er ca. 773 ha að stærð.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir matslýsingu og að hún verði send til Skipulagsstofnunar og til kynningar fyrir almenning að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar, einnig samþykkir nefndin deiliskipulagstillöguna ásamt drögum að umhverfisskýrslu með smávægilegum breytingum til auglýsingar fyrir almenning með fyrirvara um umsögn Skipulagsstofnunar á matslýsingu.

2.Frístundahús á Vatnsenda, Ólafsfirði

Málsnúmer 1109016Vakta málsnúmer

Haraldur Árnason fyrir hönd lóðarhafa Vatnsenda á Ólafsfirði óskar eftir leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni Vatnsenda skv. meðfylgjandi teikningu frá HSÁ Teiknistofu ehf.

Erindi samþykkt.

3.Hrannarbyggð 18, viðbygging

Málsnúmer 1108028Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar óskaði Einar I. Númason eftir leyfi til að byggja forstofu við húseign sína.  Tók nefndin vel í erindið en óskaði jafnframt eftir bygginganefndarteikningum.

Byggingarnefndarteikningar hafa nú borist og samþykkir nefndin erindið.

4.Borholuhús í Skarðsdal

Málsnúmer 1109014Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar þann 5. maí sl. var samþykkt byggingaleyfi fyrir borholuhús yfir borholu hitaveitu í Skarðsdal.   Þorsteinn Jóhannesson fyrir hönd Rarik óskar eftir leyfi til að lengja borholuhúsið til austurs, til að auka rými fyrir rafbúnað skv. meðfylgjandi teikningum.

Erindi samþykkt.

5.Loftskiljuhús í Skarðsdal

Málsnúmer 1109015Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jóhannesson fyrir hönd Rarik sækir um leyfi til þess að byggja loftskiljuhús við borholu hitaveitu í Skarðsdal.  Loftskiljuhúsið er ætlað fyrir "mekaniskan" búnað til að skilja gas úr hitaveituvatninu, og kemur í stað loftunargeymis, sem áður var fyrirhugaður á þessum stað.  Húsið er að mestu niðurgrafið, þannig að það verður ekki fyrir áraun frá snjóflóðum.  Meðfylgjandi eru teikningar af mannvirkinu.

Erindið samþykkt.

6.Olíugeymir við Námuveg 11, Ólafsfirði

Málsnúmer 1108094Vakta málsnúmer

Einar Sveinn Ólafsson fyrir hönd Olíudreifingar ehf. sækir um leyfi til að rífa og fjarlægja olíugeyma og lagnir á lóðinni Námuvegur 11 Ólafsfirði.  Olíudreifing hefur samið við Hringrás hf um að rífa geyminn og lagnir innan lóðarinnar.

Erindi samþykkt en nefndin fer fram á að frágangur á svæðinu verði í samráði við tæknifræðing sveitafélagsins.

7.Pallasmíð og viðbygging við Hvanneyrarbraut 22b Siglufirði

Málsnúmer 1105148Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar þann 7. júní sl. sóttu eigendur húseignar við Hvanneyrarbraut 22b um leyfi til að byggja við húseignina.  Nefndin tók vel í erindið og óskaði eftir bygginganefndarteikningum svo hægt væri að grenndarkynna framkvæmdina. 

Erindi frestað og vísað til tæknideildar.

8.Siglunes - Sjóvarnir

Málsnúmer 1109012Vakta málsnúmer

Stefán Einarsson eigandi að fiskverkunarhúsi á Siglunesi sendi inn erindi þar sem hann telur að sjóvarnargarður sá sem áætlað er að reisa til að verja húsið verði að byggja næsta vetur þegar aðstæður leyfa og telur að ekki sé hægt að draga þá framkvæmd frekar.

Nefndin samþykkir að framkvæmdin verði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi.

9.Umsókn um rotþró

Málsnúmer 1109013Vakta málsnúmer

Hilmar Antonsson sækir um að fá rotþró fyrir Ytri Á I og II.

Erindi samþykkt, staðsetning rotþróar verði í samráði við umhverfisfulltrúa.

10.Þverá, byggingaleyfi

Málsnúmer 1109018Vakta málsnúmer

Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS-byggis ehf sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 22 í landi Þverá skv. meðfylgjandi teikningum.

Erindi samþykkt.

11.Grendargámar við Hafnartún

Málsnúmer 1109017Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi óskar eftir leyfi til að staðsetja stór sorpílát við Hafnartún á Siglufirði í stað sorptunna við hvert heimili.  Svæðið sem um ræðir er neðan við Hafnartún 18 og berður byggt utan um ílátin með timburgirðingu, ca. 10 ferm.  Hugmyndin er sú að sorpílátin sem staðsett verða á svæðinu verði fyrir íbúa í húsum nr. 8 - 24 við Hafnartún.

Nefndin tekur vel í erindið og felur umhverfisfulltrúa að vinna málið nánar.

12.Reiðskemma Ólafsfirði

Málsnúmer 1108046Vakta málsnúmer

Hestamannafélagið Gnýfari sækir um byggingarleyfi fyrir reiðskemmu á lóð sem þeim var úthlutað á 120. fundi Skipulagsnefndar.

Erindi samþykkt. 

Fundi slitið - kl. 16:30.