Grendargámar við Hafnartún

Málsnúmer 1109017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 07.09.2011

Umhverfisfulltrúi óskar eftir leyfi til að staðsetja stór sorpílát við Hafnartún á Siglufirði í stað sorptunna við hvert heimili.  Svæðið sem um ræðir er neðan við Hafnartún 18 og berður byggt utan um ílátin með timburgirðingu, ca. 10 ferm.  Hugmyndin er sú að sorpílátin sem staðsett verða á svæðinu verði fyrir íbúa í húsum nr. 8 - 24 við Hafnartún.

Nefndin tekur vel í erindið og felur umhverfisfulltrúa að vinna málið nánar.