Loftskiljuhús í Skarðsdal

Málsnúmer 1109015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 07.09.2011

Þorsteinn Jóhannesson fyrir hönd Rarik sækir um leyfi til þess að byggja loftskiljuhús við borholu hitaveitu í Skarðsdal.  Loftskiljuhúsið er ætlað fyrir "mekaniskan" búnað til að skilja gas úr hitaveituvatninu, og kemur í stað loftunargeymis, sem áður var fyrirhugaður á þessum stað.  Húsið er að mestu niðurgrafið, þannig að það verður ekki fyrir áraun frá snjóflóðum.  Meðfylgjandi eru teikningar af mannvirkinu.

Erindið samþykkt.