Reiðskemma Ólafsfirði

Málsnúmer 1108046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 226. fundur - 23.08.2011

Formaður Hestamannafélagsins Gnýfara sækir um byggingarleyfi fyrir reiðskemmu vestan óss í Ólafsfirði.

Skemman er stálgrindahús klætt með yleiningum. Við undirritun um kaup á skemmunni er ljóst að bæjarfélagið mun greiða

bætur til félagsins í samræmi við gerða samninga.

 

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 24.08.2011

Ásgrímur Pálmason, formaður Hestamannafélagsins Gnýfara, sækir um, fyrir hönd félagsins, byggingarleyfi á reiðskemmu á nýju hesthúsasvæði vestan óss.

Nefndin frestar afgreiðslu og óskar eftir bygginganefndarteikningu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 07.09.2011

Hestamannafélagið Gnýfari sækir um byggingarleyfi fyrir reiðskemmu á lóð sem þeim var úthlutað á 120. fundi Skipulagsnefndar.

Erindi samþykkt. 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25.04.2012

Hestamannafélagið Gnýfari óskar eftir að byggingarreitur að Faxavöllum 2, Ólafsfirði þar sem félagið mun reisa reiðskemmu verði færður átta metra til austurs.

Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 06.03.2013

Þorvaldur Hreinsson f.h. stjórnar hestamannafélagsins Gnýfara óskar eftir því, skv. meðfylgjandi teikningum, að útidyrahurð á reiðskemmu félagsins að Faxavöllum 9 verði staðsett á austurhlið hússins í stað suðurhliðar eins og upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir.

 

Ásgrímur Pálmason vék af fundi undir þessum lið.

 

Erindi samþykkt.