Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

120. fundur 24. ágúst 2011 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Ægir Bergsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Breytingar á húseign, Eyrargata 24b

Málsnúmer 1108054Vakta málsnúmer

Ágúst Hafsteinsson arkitekt, fyrir hönd Einingar-Iðju, sækir um leyfi fyrir nýrri svalarhurð á neðri hæð, ásamt nýju útisvæði við húseignina, Eyrargötu 24b, Siglufirði skv. teikningu.  Meðfylgjandi er samþykkt eiganda efri hæðar húseignar.

Nefndin samþykkir erindið.

2.Fákafen 15 - hlaða

Málsnúmer 1108017Vakta málsnúmer

Helga Lúðvíksdóttir sækir um leyfi til að byggja litla hlöðu til bráðabirgða vestan við hesthús sitt við Fákafen 15. 
Nefndin samþykkir erindið.

3.Hagaganga

Málsnúmer 1108048Vakta málsnúmer

Ásgrímur Pálmason, fyrir hönd Hestamannafélagsins Gnýfara, óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um frágang á samningi vegna hagagöngu.  Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir það svæði sem félagið hefur haft til hagagöngu, Ósbrekkufjall og neðri hluti af Skeggjabrekkudal.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar í bókun 226. fundar bæjarráðs, 4. mál. 

4.Hornbrekka, ræktarland 19, Ólafsfirði

Málsnúmer 1108053Vakta málsnúmer

Lagt er fram til staðfestingar landamerki í landi Hornbrekku, ræktarland 19, Ólafsfirði.

Málinu frestað og frekari gagna óskað.

5.Hrannarbyggð 18, viðbygging

Málsnúmer 1108028Vakta málsnúmer

Einar I. Númason óskar eftir leyfi til að byggja við húseign sína að Hrannarbyggð 18, Ólafsfirði.  Um er að ræða forstofu á norðurhlið hússins skv. teikningu.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir bygginganefndarteikningum.

6.Reiðleiðir

Málsnúmer 1108047Vakta málsnúmer

Ásgrímur Pálmason, formaður Hestamannafélagsins Gnýfara, sendir inn erindi þar sem bent er á að ákveðnar reiðleiðir séu ekki merktar á aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028. 

Erindi frestað, formaður Hestamannafélagsins er boðaður á næsta fund.

7.Umsókn um lóð undir reiðskemmu í Ólafsfirði

Málsnúmer 1108055Vakta málsnúmer

Ásgrímur Pálmason, formaður Hestamannafélagsins Gnýfara, sækir um, fyrir hönd félagsins, lóð undir reiðskemmu á reit sem merktur er fyrir reiðskemmu á nýju hesthúsasvæði vestan óss.

Nefndin felur deildastjóra tæknideildar að ganga frá mæliblaði.

8.Reiðskemma Ólafsfirði

Málsnúmer 1108046Vakta málsnúmer

Ásgrímur Pálmason, formaður Hestamannafélagsins Gnýfara, sækir um, fyrir hönd félagsins, byggingarleyfi á reiðskemmu á nýju hesthúsasvæði vestan óss.

Nefndin frestar afgreiðslu og óskar eftir bygginganefndarteikningu.

9.Samkomulag um tillögu til skipulagsyfirvalda Fjallabyggðar að breytingu á lóðastærðum lóðanna Skútustíg 1 og Skútustíg 5, Saurbæjarás, Fjallabyggð

Málsnúmer 1106091Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á lóðastærðum lóðanna Skútustíg 1 (Lyngholt 143070) og Skútustíg 5, Saurbæjarás, þar sem lóð nr. 3 við Skútustíg fellur út og lóðirnar nr.1 og nr. 5 stækka um ca. helming.

Nefndin samþykkir erindið.

10.Umsagnarbeiðni - borhola í Skarðsdal

Málsnúmer 1108051Vakta málsnúmer

Orkustofnun óskar eftir umsögn vegna umsóknar Rarik um nýtingarleyfi í Skarðsdal.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nýtingarleyfi RARIK í Skarðsdal.

11.Smáhýsi, við Hlíðarveg

Málsnúmer 1108056Vakta málsnúmer

Erla Bjartmarz og Þórir Kr. Þórisson óska eftir leyfi til að reisa 3 gestahús á lóðinni Hlíðarvegi 1, Siglufirði.  Lóðin er um 2000 ferm. að stærð og húsin sem stefnt er á að reisa, ef samþykki fæst, eru 25 ferm. ásamt 8 ferm. sólpalli.  Meðfylgjandi er afstöðumynd og teikningar af húsunum.

Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að erindið verði sett í grenndarkynningu til eigenda húseigna á Hlíðarvegi 1c, 3, 3c, 4, 6, 7, 7b, 7c.

12.Tilfærsla eftirlits frá Umhverfisstofnun til viðkomandi heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 1108005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf um tilfærslu eftirlits frá Umhverfisstofnun til viðkomandi heilbrigðiseftirlits.

 

Fundi slitið - kl. 16:30.