Hornbrekka, ræktarland 19, Ólafsfirði

Málsnúmer 1108053

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 24.08.2011

Lagt er fram til staðfestingar landamerki í landi Hornbrekku, ræktarland 19, Ólafsfirði.

Málinu frestað og frekari gagna óskað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10.07.2013

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Hornbrekku, ræktunarlóð nr. 19.

Nefndin felur tæknideild að afla lögfræðiálits á lóðarleigusamingnum og hvort hann teljist enn í gildi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24.07.2013

Á 157. fundi nefndarinnar samþykkti nefndin að fela tæknideild að afla lögfræðiálits á lóðarleigusamning fyrir Hornbrekku, ræktunarlóð nr. 19 og hvort hann teljist enn í gildi. Lögfræðiálitið hefur nú borist frá Jóhannesi Bjarna Björnssyni.

 

Nefndin tekur undir nálgun í sjötta lið álits Jóhannesar Bjarna að gera skuli nýjan lóðarleigusamning um landið eða þann hluta sem nýttur er undir sumarbústað. Réttindi og skyldur aðila yrðu þannig skilgreindar upp á nýtt og tækju mið að núverandi nýtingu landsins.

 

Nefndin felur tæknideild að ganga frá málinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18.09.2013

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Hornbrekkulóð nr. 19.

 

Erindi samþykkt.