Hagaganga

Málsnúmer 1108048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 226. fundur - 23.08.2011

Á aðalfundi Hestamannafélagsins Gnýfara sem haldinn var 24. maí var rætt um nauðsyn þess að ganga frá samningi við Fjallabyggð um hagagöngu í samræmi við hefðir í þeim efnum.

Bæjarstjóra og tæknideild er falið að vinna slíkan samning í samræmi við fram komnar óskir, enda er um að ræða svæði sem félagið hefur haft til umráða.

Bæjarráð leggur hins vegar mikla áherslu á að öll hólf séu vel afgirt og verði öðrum bæjarbúum ekki til ama er varðar lausagöngu hrossa.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 24.08.2011

Ásgrímur Pálmason, fyrir hönd Hestamannafélagsins Gnýfara, óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um frágang á samningi vegna hagagöngu.  Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir það svæði sem félagið hefur haft til hagagöngu, Ósbrekkufjall og neðri hluti af Skeggjabrekkudal.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar í bókun 226. fundar bæjarráðs, 4. mál.