Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

118. fundur 21. júlí 2011 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Anna María Elíasdóttir
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Bílastæði og lóðarmörk Grundargötu 3 á Siglufirði

Málsnúmer 1107036Vakta málsnúmer

Brynja Baldursdóttir Grundargötu 3 sækir um leyfi til að merkja bílastæði á lóð sinni sem einkabílastæði, bílastæðið er á lóðamörkum við Tónskólann á Siglufirði. 

Nefndin felur tækndeild að merkja stæðið í samvinnu við lóðarhafa.

2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1105006Vakta málsnúmer

Í umboði RARIK sækir Þorsteinn Jóhannesson um byggingaleyfi fyrir stjórnstöð hitaveitu, norðan við vatnsgeymi neðan Hlíðarrípils.

Erindi samþykkt.

3.Leiðbeinendanámskeið Vistverndar - ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 1107052Vakta málsnúmer

Landvernd óskar eftir því við sveitarfélagið að það greiði götu íbúa sem hafa áhuga á að sækja leiðbeinendanámskeið Vistverndar í verki 18. - 20. ágúst n.k. Óskað er eftir 25.000- kr. fjárstuðningi eða sem nemur námskeiðsgjaldinu.

Erindi vísað til bæjarráðs.

4.Ósk um leyfi til að setja upp skjólvegg við Ægisgötu 22 Ólafsfirði

Málsnúmer 1107022Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að setja upp skjólvegg á lóðamörkum við íbúð að Ægisgötu 22 Ólafsfirði.

Erindi samþykkt, tæknideild falið að fylgja málinu eftir.

5.Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga á fasteigninni Grundargötu 3, Siglufirði

Málsnúmer 1107037Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til eftirfarandi breytinga á Grundargötu 3: gluggar á austurhlið jarðhæð verði færðir í upprunalegt horf, klæðning á norðurhlið verði fjarlægð og veggur múraður þess í stað, byggt verði upp í innskot á bakhlið hússins að vestan. Einn gluggi á þeirri hlið verður ofarlega með samskonar útlit og gluggi á norðurhlið, en múrað upp í rest.

Nefndin tekur vel í erindið en óskar eftir fullnægjandi teikningum.

 

6.Varðar lóð við Suðurgötu 28, Siglufirði

Málsnúmer 1107026Vakta málsnúmer

Húseigandi að Suðurgötu 28 óskar eftir að sveitarfélagið steypi kant, stoðvegg, á lóðarmörkum og gangstéttar. Tekið var af lóðinni 1,2 m. þegar gangstéttin var gerð á sínum tíma.

Nefndin felur tæknideild að klára málið.

7.Vinnubúðir

Málsnúmer 1104018Vakta málsnúmer

Árni Helgason ehf. sækir um stöðleyfi fyrir skrifstofubyggingu Háfells sem stendur á suðurenda flugvallar á Siglufirði til 31. maí 2012.

Erindi samþykkt.

8.Beiðni um framkvæmdaleyfi á Lindargötu 2c Siglufirði

Málsnúmer 1107061Vakta málsnúmer

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að smíða 18 fm. sólpall við suðurhlið Lindargötu 2c að lóðamörkum. Í kringum sólpallinn verði skjólveggur úr timbri 130 cm. að hæð. Jafnframt er óskað eftir að fá að staðsetja bílastæði vestan við húsið.

Að auki er óskað eftir því að sveitarfélagið setji stoðveggi við vesturenda fyrirhugaðs bílastæðis og standsetji stétt/ gangstíg austan við húsið þar sem gengið hefur verið á lóðina við gatnagerð á sínum tíma.

Nefndin samþykkir sólpall og skjólvegg en felur deildarstjóra tæknideildar að skoða útfærslur á stoðvegg, bílstæði og stétt. 

 

9.Opin svæði Siglufirði

Málsnúmer 1107064Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi óskar eftir leyfi til að laga og snyrta gamla malarvöllinn við Túngötu. Á meðan ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um framtíðarnot fyrir svæðið þykir rétt að græða það upp og snyrta, framkvæmdin verður afturkræf þar sem ekki verða reyst varnleg mannvirki eða annað sem ekki verður fjarlægt með góðu móti.

Nefndi tekur vel í að svæðið verði snyrt og lagfært en hugað verði að því að deiliskipuleggja svæðið.

10.Tækifærisleyfi - útiskemmtun

Málsnúmer 1107069Vakta málsnúmer

Rauðka ehf. sækir um tækifærisleyfi fyrir útitónleikum í portinu við Ísafoldarhúsið sunnudaginn 31. júlí n.k. kl. 23:00.

Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

 

11.Ályktun aðalfundar BSE - Förgun hræja og sláturúrgangs

Málsnúmer 1107049Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar ályktun aðalfundar Bændasamtaka Eyjafjarðar um förgun hræja og sláturúrgangs

12.Skipulagsreglugerð-landsskipulagsstefna

Málsnúmer 1107028Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar vinna við gerðar nýrrar skipulagsreglugerðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.