Beiðni um framkvæmdaleyfi á Lindargötu 2c Siglufirði

Málsnúmer 1107061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 21.07.2011

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að smíða 18 fm. sólpall við suðurhlið Lindargötu 2c að lóðamörkum. Í kringum sólpallinn verði skjólveggur úr timbri 130 cm. að hæð. Jafnframt er óskað eftir að fá að staðsetja bílastæði vestan við húsið.

Að auki er óskað eftir því að sveitarfélagið setji stoðveggi við vesturenda fyrirhugaðs bílastæðis og standsetji stétt/ gangstíg austan við húsið þar sem gengið hefur verið á lóðina við gatnagerð á sínum tíma.

Nefndin samþykkir sólpall og skjólvegg en felur deildarstjóra tæknideildar að skoða útfærslur á stoðvegg, bílstæði og stétt. 

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 04.08.2011

Deildarstjóri tæknideildar óskaði eftir endurupptöku þessa máls og gerði grein fyrir málinu.  Nefndin setur sig ekki upp á móti stoðveggjasmíð og bílastæði og bendir á að fyrirhuguð framkvæmd falli ekki undir reglugerð um stoðveggi í Fjallabyggð.  Nefndin bendir á að framkvæmdir innan lóðamarka eru á kostnað lóðarhafa.