Leiðbeinendanámskeið Vistverndar - ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 1107052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 21.07.2011

Landvernd óskar eftir því við sveitarfélagið að það greiði götu íbúa sem hafa áhuga á að sækja leiðbeinendanámskeið Vistverndar í verki 18. - 20. ágúst n.k. Óskað er eftir 25.000- kr. fjárstuðningi eða sem nemur námskeiðsgjaldinu.

Erindi vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 224. fundur - 03.08.2011






Lagt fram bréf verkefnisstjóra Vistverndar þar sem fram kemur beiðni Landverndar um að sveitarfélagið greiði götu íbúa sem hafa áhuga á að sækja leiðbeinendanámskeið Vistverndar í verki 18.- 20 ágúst nk. með fjárstuðningi að upphæð kr. 25.000.-. Tilgangur visthópastarfs er að efla umhverfisvitund íbúa og beina þeim inn á braut vistvænni lífsstíls.


Lagt fram til kynningar, erindinu hafnað.