Varðar lóð við Suðurgötu 28, Siglufirði

Málsnúmer 1107026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 21.07.2011

Húseigandi að Suðurgötu 28 óskar eftir að sveitarfélagið steypi kant, stoðvegg, á lóðarmörkum og gangstéttar. Tekið var af lóðinni 1,2 m. þegar gangstéttin var gerð á sínum tíma.

Nefndin felur tæknideild að klára málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17.03.2015

Í erindi eiganda Suðurgötu 28 Siglufirði, dagsett 7. mars 2015, er ítrekuð fyrri ósk um frágang á bakka við austurhlið hússins.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir bæjarráð kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24.03.2015

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Lögð fram kostnaðaráætlun deildarstjóra tæknideildar vegna lagfæringar á lóðarmörkum við Suðurgötu 28, Siglufirði, þar sem ein af vatnslögnum bæjarfélagsins liggur.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.