Plan við Bylgjubyggð og frístundabyggð

Málsnúmer 1012023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 08.12.2010

Umræður  voru um skipulagsmál um svæðið milli Bylgjubyggðar og frístundabyggðar við Ólafsfjarðavatn, lagt var fram staðfest breyting á aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990 - 2010 dags. 2. febrúar 2007.  Einnig voru lagðir fram 2 uppdrættir af svæðinu annarsvegar dagsettum 11.07 2005 og hins vegar 07.02. 2005.  Nefndin er sammála um að auglýsa uppdrátt dagsett 07.02. 2005, Frístundabyggð við Hornbrekkubót skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.  Svæðið sem um ræðir er uþb. 2.2 ha lands og afmarkast af Bylgjubyggð í norðri, Ólafsfjarðarvegi eystri í austri, raðhúsabyggð í vestri og Ólafsfjarðarvatni í suðri.  Markmið tillögunnar er að stuðla að uppbyggingu svæðisins og gefa því heildstætt yfirbragð, tryggja aðkomuleiðir og tengsl við nánasta umhverfi ss. útivistar og íþróttasvæði. 

Hönnuði falið að ganga frá uppdrætti til auglýsingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 31.03.2011

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hornbrekkubót, Ólafsfirði. 

Þar sem breytingar voru gerðar á áður samþykktri tillögu er hún lögð aftur fram fyrir nefndina.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir Hornbrekkubót verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/ 2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 06.07.2011

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi við Hornbrekkubót.

 

Nefndin samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum og felur tæknideild að setja það í auglýsingaferli.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 15.12.2011

Borist hafa athugasemdir íbúa við Bylgjubyggð 1 - 11 vegna deiliskipulags "Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði, Ólafsfjarðarvatni". Gerð er athugasemd við mörk deiliskipulagstillögu og heimkeyrslu við raðhúsið Bylgjubyggð 1 - 11. Óskað er eftir að skipulagsmörk við raðhús færist að vesturstafni spennistöðvarhúss RR. 

Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að senda tillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.